Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1916, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.04.1916, Blaðsíða 3
SKINFAXI 35 Helstu úrræðln. hvíla á lierðum örfárra manna, því frem- ur sem það mun viða tíðkast að láta stjórn- ina hafa forgöngu að flestum viðfangsefn- um félagsins, eða þá örfáa menn aðra. Séu svo starfsmenn félagsins endurkosnir ár eftir ár, þá er skiljanlegt að áhuginn fari að dofna hjá hinum, sem lítið gera annað en „standa hjá og horfa á“, greiða atkvæði, borga tillag sitt o. s. frv. Það þarf ekki að vera af öfund eða slikum .hvötum, heldur einfaldlega af því, að flestir menn eru svo gerðir, að þeir vilja hafa eitthvað að starfa, og bresti þá framsókn til að láta viðfangsefni félagsins til sin taka, þá getur farið svo, að þeim finnist þeir ekkert vinna við það að vera í félaginu. Til þess að ráða bót á þessu hafa mörg félög tekið að gera verkefni sin fjölbreyttari, tíðk- að meira iþróltir og skemtanir, eða þá haft verkleg fyrirtæki með höndum. Er það alt lofsvert og vinnur í áttina, einkum hið siðastnefnda. — Iþróttirnar pá sjald- an til allra, og skemtanir geta verið beggja handa járn sem menningarmeðal. En svo eg víki að þvi, sem áður er á- minst, þá er það ætlun mín, að helsta leiðin til þess að fá sem flesta vakandi og starfandi áhugamenn í hvaða félagi sem er, sé að skifta ábyrgðarstörfum fétags- ins d sem flesta. Það mun reyn’ast svo, að það örvar ábyrgðartilfinningu og sjálfs- traust hvers manns, ef honum er falið trúnaðarstarf: hann leggur metnað sinn við, að leysa það sem best af hendi, og ■meðvitundin um það kallar alt það betra fram í hug hans og starf. Hann fær trú á sjálfum sér, trú á öðrum — trú á fé- laginu. — Hann finnur að hann er lif- .andi grein á félagsmeiðinum, en ekki dauð- ur og feyskinn kvistur. Nú munu menn spyrja: U“ö vlljajer Um hvaða störf Setur verið að ræða í ungmennafélög- -um, er geti skifst á svo marga? Egskal nú leitast við að benda á ýmislegt því til stuðnings að svo megi verða, ef félögin hafa talsvert fjölbreytt viðfangsefni, og eru ekki því fjölmennari. Það er þá fyrst, að hafa það eigi að reglu að endurkjósa stjórn félagsins eða kosna starfsmenn, ef fleiri eru. Það eru aðalábyrgðarstörf þess, og sem krefjast vakandi áhuga og árvekni. Ef skift er um stjórn öðru hvoru, þá getur á nokkrum árum hafa komið á æði marga af félags- mönnum að bera veg og vanda af aðal- málum félagsins. I ungmennafélagi sem eg þekki vel til, er það orðin þegjandi regla að endurkjósa ekki formann félags- ins né suma starfsmenn aðra, og mun það hafa komið af því, að félagslögin heimil- uðu að hafna endurkosningu um eitt ár i senn, það hafa menn notað sér, og beðist undan kosningu. Þá Ieið verður lika að fara, til þess að ekki verði misskilningur og misþykkja innan félagsins. Þá er annað, að skirrast við að fela fé- lagsstjórn önnur framkvœmdarmál á hendur, en þau sem beinlínis heyra undir hennar verkahring. — Er miklu sanngjarn- ara og oft affarasælla að velja til þess sér- staka menn, sem geta beitt áhuga sinum óskiftum að því. Geta hér verið fjölbreytt- ustu verkefnini ef um starfsemdarfélög er að ræða. Þarf þá að gæta þess, að velja hverjum einum það, sem honum er lagn- ast, og ógjarnan nema eitt starf í einu. Þá má og minnast á fulltrúastörf, funda- stjórn o. fl. Eru það hvortveggja vekj- andi störf og getur komið hverjum og einum vel siðarmeir, að hafa haft það með höndum. — Má sérstaklega henda á, að það mum' vera hvatning, ef mönnum er falið að fara sem fulltrúar félagsins á fundi í öðrum sveitum eða héruðum. Ber þó ekki á að menn skiftist mikið á um að fara slíkar ferðir, því t. d. á fundarskýrsl- um sambandanna, eða fjórðungsþinganna sjást vanalega sömu nöfn ár eftir ár.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.