Skinfaxi - 01.04.1916, Qupperneq 15
Félagsmál
SKINFAXI
47
Gnðjón JDaTÍðsson
búfræðingur, sá er sótti íþróttanámskeið
SunnlendingafiórSungs í haust, kendi siðan
á iþróttanámskeiði, sem] haldið var að til-
hlutun Vestfirðingaf]órðungs á Isafirði í
vetur.
Námskeið þetta stóð 3 vikur, nemendur
10. Síðan hefir Guðjón kent íþróttir í
tveimur félögum U. M. F. Vorblóm og U.
M. F. Mýrahrepps. Guðjón er maður öt-
ull og áhugasamur. Má því vænta góðs
af þessari starfsemi hans.
Stefán Hannesson
kennari fer nú í vor fyrirlestraferð um
Skaftafellssýslur. Búist er við að för hans
verði til að flýta fyrir stofnun héraðssam-
bands í Austur-Skaftafellssýslu, og væri
það mjög æskilegt, að það tækist sem fyrst.
Fyrirlestrar
í Sunnlendingafjórðungi hafa verið flutt-
ir með flestu móti í vetur, a. m. k. tveir
í hverju félagi. Hefir fjórðungsstjórnin
yfirleitt verið mjög ötul og áhugasöm í
starfi sínu.
Kristján Sig'urðsson
smiður á Akureyri sem dvalið hefir f
Noregi i vetur, m. a. til að kynna sér
skíðagerð Norðmanna, er nú kominn heim
og lætur vel yfir för sinni. 1 næsta blaði
kemur grein eftir hann um skíðaíþróttina
í Noregi o. fl.
Páll Jánsson
kennari á Hvanneyri keypti i vetur Ein-
arsnes og fer að búa þar í vor, en mun
þó jafnframt halda áfram að kenna við
Hvanneyraskólann. Einarsnes er mesta
kostajörð; hún er við Borgarfjörð norðan-
verðan, milli Borgarness og Hvanneyrar.
Leysingjaháttur.
Til eru menn, sem altaf þurfa að skamm-
ast sín. Ef einhver kemur fram með nýja
hugsum í áheyrn þeirra, þá eru þeir eins
og á nálum út af því slysi, að þeir skyldu
vera viðstaddir. Hugsjónir eru þeim við-
urstygð, og ekkert er þeim síður lagið en
að leggja fyrstir á vaðið, hvað sem i
húfi er. Bersýnilega eru þessir menn
versta illgresi í hverju þjóðfélagi, og illa
er sú þjóð komin og vesaldarlega skapi
farin, sem hlustar á hugleysisskraf þeirra.
Það má nú nærri geta, að fátt er þessum
mönnum ver gert en að bendla þá, þótt
ekki sé nema óbeinlínis, við framkvæmd
stórmáls, sem enn þá hefir átt fremur
erfitt uppdráttar, víðast hvar f heiminum.
Það má svo sem nærri [geta, að þeir
skammistsín fyrir aðflutningsbannið, kunni
illa við sig á undan öðrum, enda er því
miður ekki fátftt að heyra hróp um, að
bannlögin séu íslandi til skammar, að
Island sé til athlægis öllum heim-
inum. Lesari góður! Þá heyrir þú til
eins af þessum leysingarsonum, sem aldrei
dirfast að stíga út úr fótsporum þeim, sem
aðrir hafa troðið á undan þeim, og stöð-
ugt eru að brjóta lieilann um það, hvað
öðrum muni finnast. _ _
Félög:
er sent hafa skýrslu og skatt til fjórð-
stjórnar Sunnlendinga.
U. M. F. Afturelding
— „— íslendingur
— „— Brúin
— Eldborg
— „— Biskupstungna1)
— Skeiðamanna1)
— Dagsbrún í Miklaholtshreppi
— „— Dagsbrún i Landeyjum1)
— „— Meðallendinga
— „— Óðinn