Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1916, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.04.1916, Blaðsíða 1
S&\w$ax\ 4. BLAÐ REYKJAVÍK, APRIL 1916. VII. ÁF>. Til hvers? Mjög oft erum við, sem eitthvað störf- um við Skinfaxa eSa samband ungmennafé- laganna, spurðir til hvers við séum að vinna, bvaða gagn sé að þessum félagsskap, þess- um fjórðungsþingum, sambandsfundum o. s, frv. Mér skilst að fyrir þessum mönn- um vaki, að hreyfingin sé tómt moldviðri, .án stefnu eða takmarks. Eg vil reyna að svara þessum mönnum eftir því sem eg get. Ungmennafélögin voru ekki stofnuð að boði eða tilhlutun nokkurs eins eða fárra manna. Þau mynduðust tugum saman á einu eða tveimar árum víðsvegar um alt land. Andstæðingarnir gætu sagt, að ung- mennafélagshreyfingin hefði gengið eins og faraldur og lagt undir sig sveit eftir sveit, ef samlíkingin ætti við að öðru leyti. Ein- mitt það, hve fús æskan í landinu var í pessu etni, bendir ótvirætt á, að unga fólkið hafi fundið þörf fyrir slíkan félagsskap. Þessu mun enginn neita. En var sú þörf ^inskonar tíska eða stundurmóður eða var félagsskapurinn í samræmi við óbreytan- legt eðli æskunnar? Um þetta er nú deilt mest. Allir sem veitt hafa börnum og ungling- «m eftirtekt vita, að eðli þeirra stórbreytist mörgum sinnum á þroskaaldrinum. Eitt sinn una börn leikföngum og ótrúlegum æfintýrum, en síðan smábreytist eðli þeirra og þarfir, þar til þeim eru í brjóst lagin áhugamál fullorðinna manna. Þessi mis- munandi þroskastig hafa verið lítt rann- sökuð hér á landi, en allir athugulir menn hafa veitt eftirtekt þessum reglubundnu, en þó breytilegu andlegu þörfum hverrar upp- rennandi kynslóðar og munu fúsir að viður- kenna að hér sé rétt frá sagt. En nú fylgir sá böggull skamrifi, að móðir náttúra gefur ekki æskunni þessar þarfir til þess að þær séu „bornar út". Ef þeim er ekfci fullnægt, þegar þær koma, hverfa þær von bráðar og þroskatækifærið um leið. Barn sem er eitt með fullorðnum, meðan það er að stálpast, fær enga æsku, og minni lífs- kraft en því var áskapað. Drengur sem ekki fær að synda, fara með byssu eða hesta meðan hann er ungur, verður aldrei góður sundmaSur, skytta eSa reiSmaSur. Ef æsku- mennirnir lifa viS einhæf og fábrotin skil. yrði á þroskaaldrinum fá þeir ekki tæki- færi til aS reyna á sig, lifa samkvæmt sinni eigin stjórnarskrá, eflast og þroskast eins og þeim er áskapaS. Samkvæmt þessu er léttaS skilja, hvers vegna ungmennafélögin urSu svo vinsæl, þegar æskan varð þeirra vör og hvers- vegna það væri þjóðarógæfa ef þau kuln- uðu út og yrði eftir eyða í þjóðlífinu. Ung- mennafélögin veita æskunni viðfangsefni á seinasta skeiði þroskaaldurins, taka við þar, sem barnið hættir og skilja við fólkið á vegamótum æsku og fullorðinsára. Verk- efni hreyfingarinnar er að laga sig eftir þessum aldri og okkar kringumstæSum, aS vera föst stofnun í þjóðfélaginu, sem lifi áratug eftir áratug og hjálpi til að ala upp og móta hverja kynslóðina af annari.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.