Skinfaxi - 01.04.1916, Blaðsíða 16
48
SKINFAXI.
U. M. F. Reykjavíkur
—„— Iðunn
—„— Skarphéðinn2).
1) Vantar skatt. 2f Vantar skýrslu.
Almennur íundur fyrir ungmennafél.
á Þingvelli 25. júní.
Fjórðungsstjórn Sunnlendingafjórðungs
hefir ákveðið, að stefna saman öllum þeim
ungmennafélögum, er því geta viðkomið,
að mæta á Þingvelli sunnudaginn 25. júní
í vor. Gera má ráð fyrir, að fjórðungs-
þingsfulltrúar þeir, er koma vestan yfir
heiðar, eigi leið um Þingnöll þennan dag
og líklegt er, að ungmennafélög þau, er
hægast eiga lil sóknar, fjölmenni á fund-
inn.
Engin sérstök verkefni liggja fyrir fund-
inum, en fjórðungsstjórnin ætlar að sjá
um, að einhver þektur maður flytji þar
erindi og að þeim, sem þess þurfa með,
verði sagt til örnefna og merkisstaða, á
hinum forna þingstað. Er gert ráð fyrir
að allir verði komnir á Þingvöll fyrir
miðjan dag og að menn dvelji þar saman
það sem eftir er dagsins, fram á nóttina,
eða jafnvel til nœsta dags, eftir því sem
veður og ástæður leyfa.
Lesendur Skinfaxa eru vinsamlega beðnir
að skýra félagssystkinum sínum frá fundi
þessum, því hann verður ekki auglýstur
-öðruvísi en með grein þessari. Enn fremur
er skorað á alla ungmennafélaga, að gera
sitt til þess, að ungmennahópurinn á Þing-
velli 25. júní verði sem álitiegastur. Staðn-
um þarf ekki að mæla með, og að til-
gangi fundarins þarf varla orðum að eyða.
Þar á að geta að lita heilan hóp ís-
lenskra æskumanna og ungra kvenna, sam-
ankomin við hjartastað landsins. Fundurinn
á að auka samhug félaganna, með því gefa
þeim fœri á að taka heim með sér minn-
ingar, fæddar samtímis i brjóstum fjölda
manns, við sömu áhrifin. Þar mun að
SKINFAXI.
Mánaðarrit U. M. F. í.
Verö: 2 krónur.
Ritstjóri: Jónas Jónsson, Skólavörðustíg 35.
Sfmi 418.
Afgreiðslumaður: Egill Gciittormsson.
Skólavörðustíg 16. Sími 144.
sjálfsögðu gefast kostur á, að skiftast orð-
um á, hvort heldur í ræðuformi, eða í
samræðum, í stærri eða smærri hópum,
og varla mun gefasit betra færi til að rifja
upp fornar heitstrengingar og hvetja viljann
til dáðríkra starfa.
Reykjavík á sumardaginn fyrsta.
Fjórðungsstjórnin.
Til kaupenda Skinfaxa.
Á það mun hafa verið drepið, fyrir
nokkru síðan, að fylgirit yrði með Skin-
faxa þetta ár eins og undanfarin ár. En
eftir því sem horfurnar eru nú með blaða-
og bókaútgáfu, þorir Skinfaxi ekki að ráð-
ast í að gefa kaupendum sínum aukarit
að svo stöddu. Pappír hefir nýlega hækk-
að í verði um 80°/0 og prentun um 25°/0.
Af þessu leiðir að bókaútgáfa verður að
mun dýrari hér eftir. Flestir blaðaútgef-
endur í Reykjavík hafa af þessum ástæð-
um ekki séð sér annað fært en hækka
áskriftarverð blaðanna. En í stað þess að
grípa til þeirra örþrifaráða, að hækka
verð á Skinfaxa, kýs hatin heldur að hætta
við að gefa út fylgiritið. Verð blaðsins
verður þá óbreytt, minsta kosti þetta árið,
þrátt fyrir áðurgreinda verðhækkun, —
eða á meðan ekki kreppir frekar að. Er
vonandi að kaupendur Skinfaxa láti hann
njóta þess og verði skuldlausir við blaðið
á réttum gjalddaga.
0. D.
Ritstjóri: Jónas Jónnson frá Hriflu.
Fclagsprentsmiðjan