Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1916, Side 4

Skinfaxi - 01.04.1916, Side 4
36 SKINFA XI Því mun verða kastað fram, félaglöS a^ me^ lje6‘su mc^' tapi félögin sínum bestu starfsmönnum frá mestu vandastörfunum. En því til svara er þess fyrst að gæta, að auðvitað yrði ekki gengið fram hjá þeim með þau störf, síst fyrst i stað, og svo gætu þeir öðrum betur haft áhrif á handleiðslu annara starfs- manna á félagsmálum. Það mun og ekki svo fátítt, að þeir sem mestum störfum er hlaðið á, þreytast á að hafa svo mörg járn í eldinum, tapa sínu upphaflega fjöri og áhuga, ef fáir fylgja þeim eftir, og er þá illa farið. En svo er hitt augljóst mál, að enda þótt góðir starfskraftar væri látn- ir ónotaðir í félagsins þágu, þá er télagið miklu fremur stofnað með heill fjöldans fyrir augum, en fárra manna, og hlutverki þess nær, að leysa þau öfl, sem bundin kynnu að liggja hjá þeim, sem síður njóta síh, heldur en hlaða vegtyllum undir stöku menn þótt nýtir sé. J. G. Skaftfellingar og héraðssambandið. Síðastliðið vor sótti ungmennafélag eitt í Vestur-Skaftafellssýslu um það til sam- bandsstjórnar, að hún léti félögin þar í sýslu greiði atkvæði um, hvort þau vildu stofna héraðssamband þar í sýslunni, eða teljast framvegis til fjórðungssamb. Sunn- lendingafjórðungs. Sambandsstjórnin lét því boð út ganga til allra sambandsfélaga í sýslunni, að þau skyldu greiða atkvæði um ofannefnt atriði og hafa sent henni skýrslu um atkvæða- greiðsluna fyrir ársbyrjun 1916. Atkvæðin kváðu hafa fallið þannig, að ekkert getur orðið af stofnun héraðssam- bandsins að þessu sinni, einstök félög hafa einnig eð sögn sent óglöggar atkvæðaskýrsl- ur, þó að þetta sé fremur fábrotin fram- kvæmd. Nokkrir ungir menn kynnast ungmenna- félagsskapnum og finst vel um hann. Þá lifnar hjá þeim löngun til að starfa eftir stefnuskrá hans. Þeir finna, að þeir eru andlega skyldir, safna að sér fleiri ung- mennum og stofna ungmennafélög, af því, að þeir treysta sér betur til starfanna í’félagi, heldur en með því að „bauka hver heima á sínum bæ“. Þannig verða til fé- lög á víð og dreif í ýmsum sveitum. Þau finna að störfin ganga betur, ef þau leggja saman og þá verða til samböndin. Það er auðsætt, að því stærri sem sam- böndin eru, því öflugri verða þau og væn, legri til afkasta. Það væri einfaldast og umsvifaminst að hafa að eins eitt samhand á öllu landinu, en það eitt nægir ekki. Þvi veldur stærð landsins, strjálbygð og erfiðar samgöngur. Sambandssvæðið má ekki vera svo stórt, að félögum sé ofvaxið að ná höndum saman, það má ekki baka þeim óbærileg gjöld. Núverandi skipulag er því nær lagi. Smærri samböndin eru nauðsynleg staðháttanna vegna. Flest félögin i Skaftafellssýslu munu telja hér um bil 30 félaga og munu árs- tillögin vera að jafnaði 1 króna (samt. kr. 30,00 á félag). Þriðjungur tillagsins verð- ur skatt’ur goldinn í fjórðungssjóð. Með afgangnum eign þau svo að bera kostnað af fundarhöldum og annari starf- rækslu innan félagsins, kosta dvöl fyrir- lestramanna og för fulltrúa á fjórðungs- þing, styrkja menn til íþróttanáms o. fl. — - Allir sjá að 20 krónur hrökkva ekki til þessa, enda hefir aðeins einn maður úr áðurnefndri sýslu sótt íþróttanámskeið til Reykjavíkur og flestöll félögin hafa ekki enn séð sér fært að senda fulltrúa á fjórð- ungsþingin. Ungmennafélögin i Skaftafellsýslu hefðu átt að hugsa sig um tvisvar áður en þau höfnuðu héraðssambandshugmyndinni síð- astliðið haust. Fulltrúarnir sem félögin

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.