Skinfaxi - 01.04.1916, Blaðsíða 6
38
SKINFAXI.
Vornæturfriðurinn vermdi hjartað, móðir,
vinirnir engir reyndust mér svo góðir.
Andvaka lá ég einn á jjessum stundum,
yrkja ég vildi, nótt, í þínum mundum,
hiyggur eg var með hugarkvíða sárum,
hvarmarnir vættust þungum sorgartárum.
Hrygðin er flúin, hvild í næturmundum,
hjarta mitt fékk á kyrrum vetrarstundum(
ljóð þetta, nótt, er liðin æfisaga,
Ijúft er að gleyma sorgum fyrri daga.
V3 1915 A . Th.
Sölvi og draugurinn.
„Einn í myrkri eigra má
út hjá köldum haugum,5
því ekki þolir sól að sjá
sorg í dauðum augum“.
„Sá eg ekki í sextán ár
sæ og græna foldu,
meðan þessar brostnu brár
báðu um vígða moldu“.
„Hundrað sinnum heim til þín
hljóp eg af fremsta megni —
og benti þér svo á beinin mín
brunnin af sól og regni“.
„Sjaldan gat eg sofið rótt, —
seig á kinnar fölvi,
kallaði eg á hverri nótt:
Komdu til mín Sölvi“.
„Hugsaðu vel um handlegg minn
og höggin, sem dauðir veita,
því þetta er, maður, í síðsta sinn,
sem eg til þín leita“.
Og myrtur fanst hann með brotin bein
á beð, sem var urð og klaki.
En af honum sögð var ei saga nein, —
því sól var að fjalla baki.
*V1S 1915 4. Th,
Heima og erlendis.
Hreiöriu.
Vorið nálgast óðum, þótt hægar fari ere
skyldi. Þá koma hingað sumargestir okk-
ar, farfuglarnir, um óraveg yfir höf og
lönd. Það var gamall og víst þjóðlegur
siður að ræna frá þeim eggjum og drepa
þá, eftir því sem fólk hafði tíma og ástæð-
ur til. Sá óvani hverfur nú óðum, og er
gott til þess að vita, að ungmennafélags-
skapurinn hefir átt nokkurn þátt í því að
milda siði manna og hugsunarhátt í þessu
efni. Þó er mikið óunnið enn, mörg „gæða-
konan góða“ til, sem fegin mundi taka aF
lífi sumargestinn eða ræna hann börnum
sínum. En vel skyldu menn, sem gengur
ágirnd til að ræna fuglana lífi eða eggjum,
gæta þess, að það er einhver allra torsótt-
asti vegur til fjár og efna. — Hér á landi
eru til lög, sem vernda fuglana og egg
þeirra. Þau hafa verið mjög brotin, og
það mætti gjarnan vera æskunni metnaðar-
mál, að gefa einum góðum lögum gildi.
Nóg er brotið samt.
Húsbrot.
Siðan greinin um brotna gluggann kom
hér í blaðinu, hafa því borist margar frá-
sagnir sama eðlis, sem sýnir, að skemdar-
eðli Islendinga er alt af samt við sig.
Kringum sundlaugina við Reykjavík er há
bárujárnsgirðing, og gaddavír þar upp af.
Innan við þessa girðingu er klefi vel læst-
ur, sem sundkennarinn geymir i ýmislegt
smávegis, sem hann þarf að hafa við verk
sitt. En aldrei má þar vera neitt fémætt
eða verðmætt, því að þá er brotist inn í