Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1916, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1916, Blaðsíða 7
SKINFAXI. 39 klefann að næturþeli og því stolið. Sama segir form. U M. F. R., aS ómögulegt sé að búa svo um klefana við Iþróttavöllinn, að þeir séu ekki jafnharðan sprengdir upp og tæmdir af öllu smávegis. Fróða-friður á enn langt í land með okkar þjóð. Baunltfg’in. Erfilt gengur að koma þvi inn í með- -vitund þjóðarinnar, að það sé ósæmilegt að sjást ölvaður á götum úti, enda er lítt gert hér af lögreglunni úr þeim fyrirmæl- um, sem til eru í þessum efnum. Þykir löggjöfum okkar óaðgengilegt að herða á löggjöfinni í þessu efni, af þvi að ekki séu fordæmi í dönskum lögum, en nauð- syn að samræmi sé í löggjöf Norðurlanda. En það samræmi höfum við nú að minsta kosti brotið með bannlögunum, enda er litil eftirsjón í þeirri tegund blindrar eftir- hermu. I Bandaríkjunum liggur hegning við að sjást ölvaður á almannafæri. Eitt sinn kom íslenskur vesturfari á land í New York. Hann vildl halda landgöngu sína hátíðlega á þjóðlegan hátt og drakk sig út úr fullan. Jafnskjótt og hann sást slagandi á göturmi, gripu lögregluþjónar hann og hneptu i varðhald. Fékk hann siðan að velja um 20 dollara sekt eða 20 daga fangelsisvist og kaus hið síðara. Það er beinlínis hneykslanlegt að fullum mönn- um skuli Ieyfilegt að vera á almannafæri, óátaldir, í bannlandi. Harmsaga mannsandans. (Hugleiðing út af grein dr. S. Nordal í ,,Iðunni“). Ilsebil vann sér til óhelgis með frámuna- legri heimtufrekju. Og eftir því, sem Sigurður Nordal segir, sver þó þessi heimtu- frekja sig í ætt við það göfugasta í manns- sálinni, hina hvíldarlausu framsóknarþrá. Og svo sýnist mér. En það er framsókn- arþráin vansköpuð. Alt af var Ilsebil söm, hvort heldur hún kúrði i kofanum eða remdist í hásæti, sem hún sjálf hafði ekki hreyft legg eða lið til þess að reisa sér. Endalok hennar hlutu að verða þau sem urðu, ekki vegna þess, að hún vildi verða eins og guð almáttugur, heldur vegna hins, að hún vildi verða mikil, án þess að hreyfa sig. Framsóknarþrá hennar var úrkynjuð. Og þetta er ein af þyngstu harm- sögum mannsandans. Mörg eru þau ágæt efni, sem að engu hafa orðið, sakir þess- arar úrkynjuðu framsóknarþrár. Hve margir unglingar hata vaxið upp á íslandi, gegn- sýrðir af lestri um afreksverk feðranna og ENSKUBÁLKUR: Úr Friöþjófssögu. 'Three miles extended around the fields of the homestead; on three sides Valleys, and mountains, and hills, but on the fourth side was ocean. Birch wood crown’d the summits, but over the down-sloping hill-sides. Flourished the golden corn, and man-high was waving the rye-field. Longfellow þýddi. Þrem megin hálsar og holt en hafið á fjórðu hlið girti; efst uppi hóll hver og hæð var hulið af laufsælum björkum, sáðlönd þar milli sem mar i mannsháum gullöldum flutu; háfell þar yfir með hlíð í heiðbjörtum spegluðust vötnum. Mattli. Jochunison þýddi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.