Skinfaxi - 01.04.1916, Blaðsíða 9
SKINFAXI
41
Þeirra rit eigum við að lesa, hvort held-
ur þau eru frumsamin eða þýdd. Og við
eigum ekkert tillit að taka tii þess, hvort
þau eru samin á tíundu eða tuttugustu öld.
Aðalatriðið er, að velja þau rit, sem með
sanni geta heitið fyrirmynd.
Þegar fornritin voru skráð, var blóma-
tíð íslenskrar tungu. íslenskan sat þá á
veldisstóli eins og tigin drotning, sveipuð
gullnum frægðarljóma.
En jafnhliða því sem þjóðinni hnignaði,
fór og málinu aftur.
Það er margra alda raunasaga, sem
óþarft ætti að vera að ryfja upp hér.
Það er ekki fyr en á 19. öld, sem haf-
ist er handa, svo um muni, til þess að
endurreisa tungu vora. Þá eignast þjóðin
góða syni og göfuga, sem verja til þess
kröftum sínum. Þeir hófu hana upp til
nýs veldis. Allir kannast við Ijóð Bjarna
og Jónasar. Margir munu og hafa lesið
þau sér til gagns.
En sorglegt er að vita til þess, að marg-
ir æskumenn, margir „vormenn íslands“
skuli ekki hafa heyrt nefnda Odysseifskviðu
Hómers, hvað þá heldur lesið hana.
Og þó er hún einhver fegursti gimsteinn-
inn í bókmentum alls heimsins.
Og á svo unaðslegt mál þýddi Svein-
björn heitinn Egilsson hana, að málsins
vegna er hún talin eitt hið mesta snildar-
verk, sem til er á íslenskri tungu. Þar
fer saman skáldlegt, hrífandi efni og þrótt-
mikið, unaðslegt mál.
Þekt hefi eg mann, sem kunni Odysseifs-
kviðu spjaldanna á milli. Eg heyrði hann
segja frá fegurstu köflunum í henni og
það skein í gegnum alt, að hann unni
þeirri bók.
Þann niann skildi eg.
En eg hefi einnig þekt menn, sem hafa
byrjað að lesa slikar bækur — og hætt
við þær.
Þá menn skil eg ekki.
Fyrir mörgum áratugum kvað Jónas:
„Gleymd eru lýðnum landsins fornu fræði,
leirburðarstagl og holtaþokuvæl
fyllir nú breiða bygð með aumlegt þvaður,
bragðdaufa rímu þylur vesæll maður“.
Þetta er napur dómur. En mætti Jón-
as rísa upp úr gröfinni og kveða upp dóm
um málið á dagblaðasögunum og öðru
þeim keimlíku i bókmentum vorum, mundi
þá sá dómur hafa orðið mildari?
Tæplega.
Skyldi vera nokkuð betra að lesa það
andlega léttmeti, heldur en rínmaruslið,
sem Jónas kvað niður?
Eg held ekki.
Lesum fornritin og hið besta í bókment-
um nýja tímans. Við verðum og að hafa
það hugfast, að fylgjast með í bókmentum
vorum.
— Þegar við lesum Islendingasögurnar,
þá lítum við söguhetjurnar í anda.
Allir eiga þeir eitthvert ítak isálokkar:
Grettir og Egill, Gunnar, Héðinn og Njáll.
Þegar við lesum orð þeirra, þá finst okk-
ur að við heyrum óminu af rödd þeirra.
Svo voru hugsanir þeirra djúpvitrar, i
svo fagran búning gátu þeir klætt þær, að
þær hafa lifað öld fram af öld — og lifa
enn í sálum fjölda manna.
Við minnumst þess með aðdáun, hversu
hugsanirnar voru skýrar og Ijósar, málið
hreint og fagurt, setningarnar stuttar en
þó skipulegar. Mál þeirra var „list, sem
logaði af hreysti“.
— — Páll heitinn Melsteð, sem hefir
ritað sögu mannkynsins fyrir íslensku þjóð-
ina, og gert það svo vel, að allir dást að,
hafði þann sið, þá er hann vann að því
verki, að lesa Njálu spjaldanna á milli á
hverjum vetri. (Eftir Kirkjublaðinu). Það
taldi hann öruggasta ráðið til þess að geta
skrifað gott mál.
Hann taldi það ekki eftir sér. Enda
auðnaðist honum að læra af „Gunnari,
Héðni og Njáli.“ að verða ágætlega fær