Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1916, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.06.1916, Blaðsíða 1
6. BLAÐ REYKJAVÍK, JÚNÍ 1916. VH. ÁR. „Fjórir hornsteinar“ *) — — — Eg hefi verið beðinn að tala um hvaða eiginleika ungir menn eða kon- ur þurfa að hafa til að geta átt vísan veg til gæfu og gengis í fjármálum. Það er nokkuð erfitt efni, og ekki sist af því að gæfa og gengi í fjármálum er fremur ónákvæm- •ur mælikvarði til að meta gildi manna i eiginlegum skilningi. Og máttur pening- anna til að gera menn gæfusama, hefir sjaldan virst eins vafasamur og nú á þess- um síðustu tímum, þegar hálf jörðin er iblóði hulin út af deilum um fé. Það er vist óhætt að segja, að á 20. öldinni eru það ekki miljónamæringarnir, sem eru mest virtir og elskaðir, heldur þeir sem dyggi- legast hafa unnið að þvi að fegra og bæta mannlegt líf. Það er óþarft að nefna nokkur nöfn. En sú staðreynd, að enginn peningamaður hefir nckkurntíma verið kosinn forseti í Bandaríkjunum eða verið leiddur til sætis i „Frægðarhöll“ háskólans okkar í New-York, bendir á hversu lítils mikill fjárgróði er virtur hér í landi í sam- iburði við andleg afreksverk, sem miða til þjóðheilla. Samt sem áður er það rétt- mæt og sjálfsögð ósk manna, að geta safnað hæfilega miklu fé til að geta lifað beilbrigðu lífi og neytt krafta sinna til allra góðra hluta. Ög það er um veginn til að ná þessu takmarki, sem eg ætla að tala lítið eitt. Fjórir hornsteinar gæfu og gengis í * Luuslega þýtt úr Outlook, 2C. april s. 1. hvaða stöðu, sem um er að ræða, eru: Vald yfir sjálfum sér, sæmileg mentun (getur verið sjálffengin), iðni, og skaplega mikil metnaðargirnd. Sá sem hefir þessa eiginleika, getur öruggur tekið til starfa. En siðan er þess fyrst að gæta, að velja sér lífsstöðu í samræmi við lund sína og lífsstefnu. Það er erfitt fyrir dreng, sem vill verða Iæknir að sætta sig við að vera kaupmaður, eða fyrir þann sem gefinn er fyrir að versla að verða blaðamaður. Sá sem ekki er ánægður með starf sitt, getur aldrei orðið nema meðalmaður. Til að geta látið sjást stað verka sinna, verður maður að vera heitur og hrifinn, en jafn- framt glöggur og athugull. Eldmóðurinn knýr menn áfram, en athyglin leiðbeinir, stjórnar og stýrir aflinu, sem annars gæti runnið ranga braut, til engra nota. Og þó geta allar þessar góðu gjafir: sjálfstjórn, mentun, ástundun, metnaður, vel válin lífsstaða og e^dmóður, ekki flutt menn upp á hæsta tindinn, nema þeir hafi eina gjöf enn í ofanálag, and• ans skörpu sjón og frjóa ímyndunarafi, sem sér inn í framtiðina og freistar manna til að gera draummyndirnar að veruleika. Allir menn, sem unnið hafa stórvirki, hafa haft þessa gjöf: Skapandi ímyndunarafl. Þeir hafa séð það, sem ekki var til, en gat verið til. Vafalaust er enginn blettur á jörðunni, sem menn hafa ummyndað jafn stórkost- lega sér til auðs og ánægju eins og Banda- ríkin og hvergi sem máttur náttúrunnar hefir verið brotinn svo mjög undir vilja

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.