Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1916, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.06.1916, Blaðsíða 2
66 SKINFAXI mannsins eins og þar. Samt megum við ekki gleyma því, mitt i auðsældinni og lífs- þægindunum, að hvorugt veitir mönnum sanna hamingju eða ánægju, nema þeir hafi líka þann innri yl, sem knýr þá til að hjálpa öðrum. Það er gamalt mál, að ánægjan búi í manninum sjálfum, komi innan úr fylgsnum hugans. En eg held að þetta sé rangt. Eg hefi aldrei vitað nokkurn þann mann vera gæfusam- an, sem í hug og hjarta var einangraður frá meðbræðrum sínum. Gæfan er end- urskin og ávöxtur verka, sem eru sprott- in af hlýleik og hjartagæsku, og enginn getur verið hamingjusamur í raun og veru nema sá, sem er að gera einhvern annan hamingjusaman. Einhver fallegasta smá- saga, sem eg hefi heyrt, er um enska að- alskonu. Maður hennar, Sir John, hafði farið í langferð. Og meðan hann var í burtu, hafði hún ráðið til sín nýjan þjón, sem sendur var á járnbrautarstöðina til taka á móti húsbónda sinum, þegar hann kom heim. En af því að þjónninn þekti ekki Sir John bað hann frúna að lýsa honum. Hún svaraði: „James, þér hljót- ið að finna manninn minn undir eins. Hann er hár vexti, og er alt af að hjálpa einhverjum". Þetta er efsta hæðin á bygg- ingunni, sem reist er á þeim fjórum horn- steinum. Skarð fyrir skildi. Fyrir viku síðan sat eg inni hjá kunn- ingja minum í Reykjavík. Yið töluðum margt, og þá meðal annars um pólitík. Okkur kom saman um, að þingið væri rot- ið. og að til þess að bæta úr því, þyrfti nýja menn á þingbekkina. Á meðal yngri manna fórum við svo að leita að þing- mannaefnum, og fundum nóga: í Mýra- sýslu fundum við meðal annara Andrés Magnússon á Gilsbakka. En nú er Andrés dáinn. Hann dó 10. júni þ. á. tæpra 3B ára að aldri. Þó aldurinn ekki yrði hærri, ligg- ur þó mikið starf eftir Andrés sál. Ikigmennafélagi var Andrés hinn besti. Hann gekst fyrir stofnun U. M. F. Brúin, og var formaður hennar lengi. Innan fé- lags beitti hann sér fyrir mörgum þarfa- málum, og mikinn þátt átti hann í því að félagið á nú fundahús, sundlaug, hefir haldið iðnsýningar og fl. Eg veit líka það að „Brúverjum“ mun finnast vandfylt sæti hans, og er það að- vonum. I ungmennasambandi Borgarfjarðar starfaði Andrés bæði í dómnefndum á mótum sambandsins og á lundum þess. Þar kyntist eg Andrési mest og best. Þar fann eg að hann var sannur ungmenna- félagi, áhugasamur, ósérplæginn, fylginn sér og samvinnuþýður, mjög gætinn í hví- vetna. Einna minnisstæðust eru mér við- skifti hans og mín í fjórðungsskiftamálinu. Við höfðum þar ólikar skoðanir, og unnum þvi hvor móti öðrum. En aldrei hefi eg unnið móti sanngjarnari manni en honum. Hann mat og vó hverja ástæðu bæði með og móti, og var allra manna sanngjarnastur i ræðum sínum. Og þó íylgdi hann fast fram sínu máli, og ávann því meira en margir aðrir, sem aðeins litu á aðra hliðina. í stjórn Búnarsambands Borgaríjarðar var Andrés sál. og þær tilraunir til hrossa- kynbóta, sem talað er um að gera hér f héruðunum næstu árin eru algerlega hugs- aðar af honum og Jóni Hannessyni. I stprfi sínu fyrir Búnaðarsambandið komu fram sömu mannkostirnir og i ungmenna- félagsstarfinu, og mun einhver þar þurfa að fylla hans skarð, og finna munu marg- ir er fundi hafa setið með Andrési, afr næst vantar mann í hans sæti, þó ekki væri til annars en semja tillögur í deilu- málum. Það var honum einkar sýnt um, og:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.