Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1916, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.06.1916, Blaðsíða 7
SKINFAXI. 71 telji mark löglega skorað, enda þótt þú vitir meinbugi á. Eg hefi aldrei nokkurn 4íma orðið þess var, að dómari hafi vís- vitandi felt rangan úr-skurð. Brot úr bréfi frá Kr. Sigurðssyni. Leitli 6. apríl. Slysalaust komumst við hingað, en allir -eru með öndina í hálsinum, því alt af heyr- ast sögur af hryðjuverkum Þjóðverja. Þeir sökkva skipum nærri því daglega hér rétt úti fyrir höfninni, og svo sveima Zeppe- línar við og við hér yfir borginni. Síðast i fyrrinótt köstuðu þeir einhverri skrúfu- kúlu niður yfir borgina. Hún kom niður í hús það, sem Garðar Gíslason & Hay hafa skrifstofu sína i. Það er 5 hæðir. Kúlan kom á þakið og boraði sig í gegn um allar hæðirnar; neðsta gólf var úr 6 þuml. þykkri steinsteypu; samt fór kúlan niður úr því, og hvarf i gegnum kjallara- gólfið í jörð niður. Húsið hafði ekki ver- ið mikið brotið, en svo var loftþrýstingur- inn mikill, að ekki var lófastórt rúðubrot eftir í öllu húsinu, og öll skjöl, sem ekki voru í lokuðum skápum, voru vafin fast saman, eins og vindlar. Það er ekki mjög hressandi að koma hér. Ekki sést Ijósglæta í bænum að kvöldlagi, alstaðar myrkur, eins og í dauðra manna gröfum. Hér á skipinu varð að breiða fyrir alla glugga, og enginn má fara í land, nema skipstjóri. Hann hefir leyfi til að fara í land og vera þar einn tíma. Spítalaskip rauða- krossins liggur hér við sömu bryggju og við, og hefir fremsta pakkhúsið á bryggj- unni fyrir sjúkrahús, handa þeim sem eru svo særðir, að þeir mega ekki flytjast lengra. Ekki sést nokkur maður við vinnu hér á bryggjunum nema gamalmenni og unglingar. Það var dálítið meira fjör hér úti á firðinum i gær. Þar hafði sést þýskur kafbátur í gærmorgun. Þá fóru herskip á sprett að leita að honum; þau voru svo mörg, að eg kom ekki tölu á þau. Það sem okkur þótti mest varið í að sjá hér frá skipinu, var frönsk flugvél, sem við sáum fyrst í háa lofti, síðan færðist hún nær og neðar, seinast settist hún á sjóinn. Hún var hygð bæði til að fara á sjó og í lofti. Hún sigldi svo nokkra stund á sjón- um og kom alveg upp að hliðinni á Goða- fossi, svo hélt hún áfram, og hóf sig síð- an upp i loftið og flaug burtu. Á sunnudagsnóttina var voru 5 Zeppe- línsloftför hér yfir borginni, en þá voru hér ekki til nema 4 flugvélar. Nú hafa þeir fengið 10 franskar flugvélar og nokkr- ar heimafengnar. Eru þær 20 á flugi hér yfir borginni á hverri nóttu. Skýrsla um fyrirlestraferð fyrir ungmennasamband íslands. um Austur-Skaftafellssýslu í mai 1916. [Samb.andsstjórnin réð Stefán Hannesson frá Litla-Hvammi í fyrirlestraferð í vor um Austur-Skaftafellssýslu. Skýrsla um ferð hans birtist hér orðrétt. Stefán er áhuga- samur ungmennafélagi, drengur hinn besti og ágætur fyrirlesari. Hefði sambandið á að skipa mörgum jafnötulum fyrirlesurum, í ferðalögum landið, meðal ungmennafélag- anna, mundi félagsskapurinn eiga sér bú- stað í fleiri sveitum þessa lands en nú á sér stað. G. D.] Eg fór að heiman að morgni 1. maí, hélt tafarlaust áfram um Vestur-Skafta- fellssýslu og kom að Svínafelli í Öræfum að kveldi 4. maí. Samdi þá ferðaáætlun, gerði ráð fyrir að dvelja hjá „Mána“ í Nesjum 8. og 9., hjá „Val“ á Mýrum 10. —11. hjá ungmennafél. í Suðursveit hinn 12. og í Öræfum þann 14. maí. Seint í mars skrifaði eg „Mána“ um væntanlega ferð mína, bað hann láta hin félögin i sýslunni, er eg þekti ekki til, vita

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.