Skinfaxi - 01.06.1916, Blaðsíða 12
76
SKINFAXI.
fjarri mér með Iínum þessum, að lasta
skólann á Eiðsvelli; eg þekki hann oflilið
til þess, enda tel víst að hann sé góður,
en ég tel Voss-skóla langfremstan af öll-
um samskonar skólum i Noregi, og vil
því ráða þeim, er út vilja leita til slíks
skóla, að heimsækja hann. Eg get gefið
allar nauðsynlegar upplýsingar þeim er
vilja, en annars er utanáskriftin:
L. Eskeland, Voss pr. Bergen.
Flateyri »/„ 1916
Snorri Sigfússon
(frá Tjörn).
Nýtir menn.
Meðal allra menningarþjóða eru til menn,
sem öðrum fremur vinna fyrir fjöldann og
má sérstaklega nefna til þess hugvitsmenn
ina (uppfundingamennina), sem með undra-
verðum vélum létta og margfalda vinnuna
og jafnframt ýta undir framleiðsluna og
hverskyns verklega — framþróun.
Slíkir menn eru meðal nýtustu borgara
þjóðfélaganna og verðskulda það, að þeim
og verkum þeirra sé sómi sýndur.
Einnig vér Islendingar höfum átt og
oigum enn uppfundingamenn, sem unnið
hafa merkileg verk. — Það vakti ekki fyr-
ir mér að telja þá menn upp í grein þess-
ári; er enda of óknnnugur í því efni. Þó
get ég ekki stilt mig um að nefna til einn
mann, en það er Sigurður Ólafsson á
Hellulandi í Skagafjarðarsýslu. Hann er
einn af okkar þjóðhögu smiðum, — sí-
starfandi að finna upp vinnuvélar, sem
verið gætu til stórmikils gagns, ef þær
væru teknar til notkunar. Nýlega hefir
hann smíðað vatnsveituvél; er það mikið
verk og þess vert að búfróðir menn at-
hugi, hvort ekki sé hér um verulegan feng
að ræða og gefi síðan upplýsingar þarað-
tútandi. Þá hefir hann fundið upp vefstól
sem gerir meiri vinnu og á léttari hátt en
áður. Af þessum tveim tegundum hafa
ekki verið smíðaðar nema ein vél af hvorri.
Sigurður hefir ekki sjálfur nægilegt verk*
efni handa þeim, eða tækifæri til að vinna
að gengi þeirra, með því jafnframt að
hugur hans er æ upptekinn af nýrri hug-
mynd jafnskjótt, sem hann hefir lokið við
aðra. Er því hætt við að vélar þessar
verði gagnslausar og sennilegt að þær
gleymist með öllu er stundir líða, ef ekki
er gert eitthvað til tryggingar því, að vél-
arnar verði þektar af fróðum og dugandi
mönnum; má og ætíð búast við að ann-
markar, ef nokkurir væru, yrðu lagaðir
þegar vélarnar væru teknar til almennrar
notkunar.
Margar smærri vélar hefir Sigurður
fundið upp. Ein af þeim er rakstrarkon-
an, sem nú er orðinn almenn um allan
Skagafjörð og telja má að óhjákvæmileg
sé á votlendum engjum.
Miklu fé hefir Sigurður varið í efni og
vinnu við uppfundingar sínar og mikinn
tíma hafa allar þær smíðar kostað, og
væri hann maklegur endurgjalds af al-
mannafé. Veit ég samt að það er ekki
ætlun hans að hafa fé upp úr vélum sín-
um, en sönn gleði væri honum það eflaust,
ef þær yrðu hagnýttar og kæmu þannig
að gagni í almenningsþarfir.
Islendingar hafa enn ekki gert sér að
fullu ljóst, hversu þýðingarmikið er l’að
hlynna að ágætismönnum á hverju sviði
þjóðlegra manndáða og gera þeim kleyft
að láta sem mest gott af sér leiða. Þetta
er eitt af því, sem þarf að færast í lag
hjá okkur íslendingum. Vér verðum að
notfæra okkur verk vorra bestu manna
og vera Ijúft að sýna þeim viðurkenningu.
Valdimar Benediktsson
frá Syðri-Ey,