Skinfaxi - 01.06.1916, Blaðsíða 9
SKINFAXI
73
meðal foreldra, systkina, vina og vanda-
manna.
Af þessu bergi eru ungmennafél. í Aust-
ur-Skaftafellssýslu brotin, i þessum jarö-
vegi standa þau, og það er sannfæring
mín, að hann sé hvergi betri fyrir alt gott
og göfugt til orðs eða athafnar.
Allmargir eldri menn hygg eg að séu
ungmennafélégunum hlyntir og beri traust
til þeirra með vaxandi þroska. Aðrir láta
þau afskiftalaus. En á stöku stað mætti
eg því, er eg kalla misskilning gagnvart
þeim, þessum ósanngjörnu kröfum um á-
vexti sama daginn og sáð er. Fer mörg-
um mætum og skynsömum áhugamanni,
þar sem annarstaðar, svo að þeir sjá hvað
æskan þarf að gera, hvað hún ætti að
gera og hvað hún getur gert, og vilja að
hún sýni það strax í verki. En þetta eru
ósanngjarnar kröfur, og ekki eðlilegar, þeg-
ar litið er á aðstöðu ungra manna, sem eru
flestir öðrum háðir og þá ekki æskilegt.
Þess verður að gæta, þó ytri skilyrði væru
góð, að allar framfarir verða fyrst að fara
um hugann, gera þar jarðabætur og vega-
bætur, ef svo má að orði komast, en all-
flestar hugarfarsbreytingar eru hægfara.
Samfara þroskun hugans, má búast við
sýnilegum árangri af starfsemi ungmenna-
félaganna.
En á bak við þennan misskilning, fann
eg glöggan skilning á þörf ungmennafél.
og þýðing þeirra fyrir sveitirnar, ekki að
eins þá, er nú starfa, heldur einnig fyrir
hina, er koma síðar til sögu, og eg held
við höfum skilið með samtaka löngun og
ásetningi, um að hjálpa til að óskir okkar
mættu rætast á sinum tíma.
Endurminningarnar um Austur-Skafta-
fellssýslu og íbúa hennar munu mér seint
fyrnast — það er svo mikið sólskin í þeim.
Litla.Hvammi 1. júni 1916.
Stefán Hannesson.
Manngildi.
Gildi mannsins hefir jafnan verið meti5
mikið, og fáir hafa betur kunnað að meta
manngildi en Forn-Islendingar. Dýrt voru
þeir metnir Höskuldur Hvítanessgoði og
Ljótur Hallsson, enda voru það afburða-
menn. Andlegan þroska manna má marka
af því, hvað þeir meta manngildi sitt og
annara. Sama er að segja um heil þjóð-
félög. Islenska þjóðfélagið á gullöld okk-
ar kunni að meta manngildi sitt. Það
sýnir sagan okkur. Og á meðan að þjóð-
félagið gerir það, er það á framfaraskeiði,
og einstaklingar þess ekki manngildislaus-
ar smásálir. Gleymi þjóðfélagið manngildi
sínu, er grundvöllurinn undir tilverurétti
þess hruninn, og það á ekki viðreisnarvon
í framsóknarbaráttunni. Þannig fór fyrir
þjóðfélaginu íslenska á Sturlungaöldinni —
því fór það eins og það fór.
Sama lögmálið gildir um einstaklingana.
Meðan þeir virða og meta manngildi sitt,
eru þeir á framsóknarskeiði andlegs þroska
— en gleymi þeir þvi, gín djúp dýrslegs
sálarleysis framundan þeim, þeir eru þá
búnir að gleyma manninum í sjálfum sér,
og eru ekki lengur menn, nema að nafn-
inu til.
Ef við virðum fyrir okkur manngildi
þeirra, sem við þekkjum, þá lcemur þáð
greinilega í Ijós, hvað það er misjafnt hjá
mönnum. Hjá sumum kemur það fram
hér um bil í hverju verki, sem þeir gera,
og í hverri hugsjón sem þeir láta i ljósi.
Hjá öðrum aftur kemur það ekki fram
nema endrum og eins, annaðhvort í verk-
um eða hugsjón — og hjá enn öðrum
verður maður varla var við það i neinu
— það eru smásálirnar. Þar sannast vel
gömlu orðin: „af verkunum skuluð þér
þekkja þá“.
Sumir eru þannig, að þeir mega ekki
vamm sitt vita, eins og komist er að orði.
Eða með öðrum orðum, þeir leggja fram