Skinfaxi - 01.06.1916, Síða 13
SKINFAXI
77
Þegnskyldan og ungmennafélögin.
í aprilblaSi Skinfaxa skrifar sambands-
stjórinn grein með þessari fyrirsögn. Hefir
hann aS líkindum ætlast til, að þar væri
skýrð til fulls afstaða ungmennafélaganna
til þessa máls. Eg átti von á þessari
grein fyrir löngu, enda var heunar full
þörf, þar sem afstaða ungmennafélaganna
til þegnskyldunnar hefir verið misskilin á
báða bóga, eins og Guðmundur tók fram.
Það er að vísu rétt, að U. M. F. í. hefir
aldrei tekið þegnskyldumálið formlega á
stefnuskrá sína. En bæði sambandið sem
heild (á sambandsþingum) og einstakir
hlutar þess hafa hvað eftir annað sýnt á
ýmsan hátt, fullan vilja á þvi að vinna að
framgangi málsins. Sárfáar raddir hafa
heyrst andmæla.
Hin umrædda tillaga síðasta sambands-
þings var svona:
„Þingið átelur nefndina, sem kosinvar
á siðasta sambandsþingi i þegnskyldu-
vinnumálið, fyrir það, að hafa ekki skilað
neinu um það mál. Hinsvegar telur
þingið þegnskylduvinnumálið of mikið
vandamál til þess að ungmennafélögun-
um einum sé treystandi til þess að bera
það fram til sigurs, og heitir á alla þá
menn,erlögumráðahér á Iandi, aðstuðla
að því, að hugmyndin um þegnskyldu-
vinnu falli ekki um sjálfa sig að órann-
sökuðu máli. En því skýtur þingiö til
ungmennafélaganna, hvort þau sjái sér
ekki fært að koma á hjá sér innbyrðis
einum samvinnudegi, t. d. við heyskap,
skógrækt, vegagerð eða þvíumlíkt".
Þessa tillögu segir Guðmundur þess
efnis, „að ungmennafélögin sæu sér ekki
fært að vinna fyrir niálið framvegis“. Eg
get ekki hugsað mér ákveðnari ósk um
framgang málsins, en felst í tillögu þess-
ari, og því engin átylla gefin til þess, að um-
ræðum um það skyldi vera lokið innan
ungmennafélagsskaparins. Eg get ekki
hugsað mér, að nokkrum manni hafi
dottið í hug, að ungmennafélögin ein
gætu borið rnálið fram til sigurs, þar sem
ætlast var til, að um löggjafarmál væri að
ræða. í þeim orðum felst því ekkert af-
sal. Því síður í nokkrum öðrum orðum í
tillögunni. Og til hvers var þingið að vita
nefndina fyrir aðgerðarleysi, ef það var
vilja þess, að ekkert væri aðhafst í
málinu ?
Það er að mínu áliti rangt hjá Guðmundir
er hann segir það misskilning. að líkja megi
störfum ungmennafélaganna við þegnskyldu.
Framkvæmd þeirrar þegnskyldu, sem til
tals hefir komið að lögleiða hér á landi
á að verða „sprottin af innri hvöt til þess
að láta gott af sér leiða, en ekki af utan
að komandi þvingun eða lagaboði.
G. D. virðist líta á öll lög sem þving-
unarvaldboð. En hann ætti aðgeta séð mun-
inn á því, að þvinga menn til einhvers
með lögum, eða jsetja lög til að tryggja
reglu við framkvæmd starfs, sem unnið er
með Ijúfu geði. Ungmennafélögin eiga að
undirbúa jarðveginn. Rækta hugarfar
þjóðarinnar, svo engum verði óljúft, að
inna þegnskylduna af nendi. Það er
áreiðanlega samboðið stefnuskrá þeirra.
Mér liggur við að segja að þau hljóti að
gera það, hvort sem þeim er það ljúft eða
leitt, svo framarlega sem þau bregðast
ekki stefnuskrá sinni. Og eg get ekki
talið frelsishugsjón ungmennafélaganna full-
nægt, fyr en þjóðin þorir að leggja á sig
hvaða löghelsi sem er, þegar þess er gætt
að hún leggur það á sjálf. Eg er viss um
að röksemdaleiðsla sambandsstjórans um
þetta atriði, er sprottin af athugaleysi.
Þá er enn eitt atriðið. Það atriðið,
sem átti mestan þáttinn í því, að eg hreyfði
andsvörum. Sambandsstjóri kemur tví-
vegis í greininni með þá röksemdaleiðslu,
að fyrst ungmennafélögin ráði ekki yfir
úrslitum og framkværnd málsins, þá sé
fylgi þeirra til einskis. Hefir sambands-
stjórnin heimild til að segja, að engar til-