Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1916, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.06.1916, Blaðsíða 5
SKtNFAXI 69 'vera snar i snúningum, sterkur, einbeitt- ur, áræðinn, kvikur á fæti, hugrakkur og hugprúður, taugastyrkur og hafa góða dóm- greind og góðan skilning á leiknum. — Varaformaður I. S. I., hr. Guðm. Björn- son, hefir sýnt mér þá velvild að þýða -eftirfarandi kafla, um „hvernig verja skal markiðu. — Sýnir hann með þvi sem öðru, að hann vill hjálpa íþróttamönnum á rétta leið. Kann eg honum bestu þakkir fyrir: Hvernig verja skal markið.*) Eftir James Ashcroft (frœgan enskan markvörð). Vaxtarlag. Ef þú ert mjög lágur í loftinu, þá skaltu «kki hugsa til að verja markið. Það verk tel eg þeim hentast, sem eru 5 fet 10 þuml. til 6 fet (ca. 175,9 cm.) á hæð. Mjög há- ir menn standa að vísu vel að vígi, ef knötturinn flýgur hátt, en hitt er oftar, að honum er skotið lágt til marks, og þá verður risanum erfiðara um vörnina. Heilsufar. Taktu ekki að þér að verja mark, nema þú sért mesti heilsuhestur. Markvörður má oft standa tímum saman alveg að- gerðalaus í kalsaveðri. Það er ekki heigl- um hent. Hugprýði. Það er ekki hundraðið í hættunni, þó -að framherjum og vörðum vilji einhver skissa til. En markverði má aldrei fipast. Ef hann verður tlaumúsa, lætur hugfall- ast, gerir glappaskot, þá er voðinn vís. Hann verður að vera hugprúður maður og snarráður og fylginn sér. Olöggskygni. Ef ungur markvörður leggur það í vana *) Þetta er ágrip — öllum málalengingum slept, ■en engu, sem miklu varðar. Lauslega islenskað varaformanni í. S. í. sinn, að skeyta ekki um neitt, fyr en leik- urinn berst að markinu, þá verður hann aldrei merkismaður i leiknum. Hann má aldrei gefa sig á tal við ásjáendur, hann má aldrei falla i stafi, dotta, drepa titlinga eða rota rjúpur. Hann á að hafa stöð- ugt gát á leiknum og leikmönnunum. Honum ríður á, að kynna sér vandlega kosti og kenjar hvers leikmanns, svo að hann viti jafnan við hvern hann á, og hvers hann má vænta af hverjum leik- bróður sínum, jafnt samherjum sem mót- herjum. Harðneskja. Markvörður kemur því aðeins að fullu liði, ef hann er harður i horn að taka, þegar þvi er að skifta. Einu sinni sá eg mótherja hans Roose (nafnkunnur enskur markvörður) koma fylktu liði með hnött- inn beint upp i flasið á honum. En Roose gerði hvorki að blikna né blána; hann kastaði sér ofan á knöttinn og hinir allir ofan á hann, fyrst mótherjar, svo nokkr- ir samherjar. Engum datt annað í hug, en að mótherjarnir mundu skora mark og Roose standa eftir með sárt ennið, meidd- ur og marinn. En alt i einu kom Roose upp úr kafinu með knöttinn og kastaði honum langt inn á völl! Ef þér tekst slíkt og þvílíkt, að rétta hlut þíns flokks, þegar öll von virðist úti, þá mistrar það ekki, þá verður þú svo himinfeginn, að þú steingleymir öllum eymslum og af- rifum. Frár á fœti. Þér er aldrei ætlað að hlaupa langa leið, völlinn á enda; en þú verður að vera skjótur til viðbragös, og geta komist stutt- an spöl i hendingskasti, Fáein heilrceði. Beittu aldrei, aldrei, aldrei fæti til að stöðva knöttinn, ef þess er nokkur kostur að koma höndunum við. Þetta er aug- ljós hlutur: Þú átt aldrei víst hvar knött-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.