Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1916, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.06.1916, Blaðsíða 11
SKINFAXI. 75 eg sannfærður um það, að íslenska þjóðin hefir ekki minna manngildi til brunns að bera, en aðrar þjóðir, þótt stundum vilji vera misbrestur á því í lífsbaráttunni. En hitt er eg líka sannfærður um, að ofmargir eru þeir menn, sem gjöra sér ekki glögga grein fyrir manngildi sínu, eða rneta það svo lítils, að slíkt er ekki vanvirðulaust fyrir þá. Eg álit því lífsnauðsynlegt fyrir hvern mann, að meta manngildi sitt sem mest, og reyna af fremsta megni að auka manngildi allra félagsbræðra sinna, og vildi eg óska þess, að það yrði eitt af aðalhug- sjónum rnanna í framtíðinni. Og að endingu: Veðsetjið pið áldrei manngildi ykkar fyrir fáeina aura eða stundaránœgju. Jóliannes Friðlaugsson. Lýðháskólinn í Voss. Þegar á af fara að ráða mönnum til að sækja útlenda ungmennaskóla, þá gerir það vitanlega hver eftir þeirri skoðun og áliti, sem hann hefir á þeim erlendu skól- um, er hann hefir haft kynni af. En það sem rekur mig til að rita línur þessar er grein eftir Jakob Ó. Lárusson i 2. tbl. Skinfaxa þ. á. um ungmennaskólann á Eiðsvelli. Bendir hann á þann skóla sem þann, er Islendingar ættu helst að sækja af útlendum lýðháskólum. — Eg er greinarhöf. samdóma um það, að Norð- menn eigi nú einna besta ungmennaskól- ana, og er enginn vafi á því, að oss er heilladrýgra að kynnast norskum lýðhá- skólum, en t. d. dönskum, af ýmsum ástæð- um, sem J. Ó. L. tekur réttilega fram, og þó sérstaklega vegna þess, að Noregur er vellauðugur af afburða kennurum, en kennararnir skapa alla skóla. Hvaða norskur skóli er bestur? J. Ó.L. álítur skólann á Eiðsvelli vera það, en eg lýðhá8kólann í Voss. Eg hefi heimsótt 8 Iýðskóla í Noregi, en dvalið á Voss hálft annað skólaár, og var eg, og er enn, í engum efa um það, að Voss-skólinn taki þeim öllum fram, einnig skólanum á Eiðs- velli. Fimm íslendingar hafa að mínum ráðum dvalið á Voss-skóla 1 vetur, síðan eg var þar síðast, 1908, og sumir dvalið um tíma við aðra skóla (samskonar) og hafa þeir allir lokið lofsorði á Voss-skólann. Norðmenn eru og þeirrar skoðunar sjálfir og veit eg engan ungmennaskóla nú fjöl- sóttari í Noregi en skólann í Voss í vetur. Er það að vonum. Skólastjórinn L. Eske- land, sem líklega er snjallasti lýðfræðari og sá maður sem einna almennastrar hylli nýtur af lýðháskólamönnum í landi þar, er kennari með afburðum og ágætismaður. Hann er mentur vel og hefir þann mikla kennarakost til að bera, að geta gjört alt sem hann talar um ljóst og lifandi og dregið saman úr heimi hugsjóna og veru- leika myndir, sem enginn villist á. Hefir mér aldrei virst neinn ræðumaður komast nær því, að hægt væri að segja um hann, að hann hefði þrumur og eldingar á tungu sinni, er hann talaði. Eskeland stóðu allir vegir opnir, sem ungum hæfileikamanni, en hann valdi þennan. Reisti bláfátækur stórhýsi fyrir eiginn reikning í byrjun. Valdi staðinn gull- fagran og vel í sveit settan. Bauð síðan til sín ungu kynslóðinni og hefir hún ó- spart tekið boði hans. Marga erfiðleika hefir Eskeland og skólí hans þurft að yfirstíga um dagana, e» hann hefir hrósað svo snjöllum sigri, að þ'egar mest var rætt um það í Noregi 1918—’14 að fá þyrfti þar einskonar yfir- lýðskóla, líkt og Askov í Danmörku, þá var því nær einróma bent á Voss og Eskeland. En aldrei heyrði eg Eiðsvöll nefndan í því sambandi. Auk Eskelands sjálfs eru margir ágæt- lega snjallir kennarar við Voss-skólann, og skólinn mjög svo fullkominn að húsrúmi og öllum útbúnaði.----------Það sé samt

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.