Skinfaxi - 01.06.1916, Blaðsíða 10
74
SKINFAXI
alla krafta sína til að koma sem best fram,
■og gjöra ekkert það, sem rýrt getur álit
þeirra eða drengskap — jafnvel þótt það
baki þeim mikla fyrirhöfn eða óþæg-
iindi. Þeir menn kunna að meta mann-
gildi sitt. Aðrir eru kærulitlir um fram-
ikomu sína, og virða lítið drengskap eða
^það sem rétt er, heldur hugsa mest um
að hafa sem mest not af öllu á einhvern
hátt. Þeir menn meta manngildi sitt lítið.
Það var þvi hnyttilega sagt, þegar sagt
var fyrir nokkru, um einn af æðri valds-
mönnum landsins, að hann hefði metið
manngildi sitt á 20 aura.
Eg er viss um, að fjöldi af mönnum
hafa ekki, eða gjöra sér ekki glögga grein
fyrir manngildi sínu, og gæta að því, að
hvert einasta verk þeirra, smátt og stórt,
og hver einasta hugsjón þeirra, er lifandi
mælikvarði á manngildi þeirra.
Menn segja máske að maðurinn skapi
sig ekki sjálfur og það er rétt — að hálfu
leyti. — Menn skapa sig ekki líkamlega,
um það sér náttúran — en menn skapa
sig sjálfir í andlegu tilliti. Að vísu eru
mönnum gefnar misjafnlega miklar gáfur
eða andlegir hæfileikar. En það er ekki
aðalskilyrðið, heldur hitt, hvernig þeir
þroskast og hvert þeir stefna, og það er
að mestu leyti á valdi mannsins sjálfs.
Því ef menn vilja, geta þeir þroskað hæfi-
leika sína og stefnt þeim þannig, að þeir
verði til þess að auka manngildi það, sem
í þeim býr. — Eða með öðrum orðum, að
gjöra sig andlega þroskaðan. Og til þess
hefir mannsandinn mörg ráð. Mér detta
tvö i hug: þekkingin og sjálfsmentunin.
Þekkingin er vald, og þess valds afla
menn sér á ýmsan hátt. Algengast er,
nð leita til skólanna. Skólaþekkingin er
misjöfn, eins og við þekkjum. Mikið af
henni er án nokkurs gildis, og á marga
er ekki sjáanlegt, að hún hafi nein áhrif
til hins betra. — Því að þekkingin sjálf
út af fyrir sig, er ekki til að auka mann-
gildi mannsins. Enda sýnir það sig oft
Ijóslega, að menn með mikla þekkingu eru
manngildislitlir eða manngildislausir. Þeir
eru jafnmiklar smásálir eftir sem áður,
þótt þeir beri utan á sér einhverja þekk-
ingargyllingu. Hjá svona mönnum hef-
ir þekkingin ekki borið neinn ávöxt, og
er þá ver farið en heima setið. Aftur eru
menn sem nota þekkinguna til að auka
manngildi sitt. Nota hana sem meðal til
að þroska og auka sína bestu hæfileika
og stefna þeim i rétta átt. Nota hana til
þess að fegra verk sín og framkomu og
göfga og lyfta hugsjónum sínum. Þeir
kunna að bagnýta sér það vald, sem þekk-
ingin gefur.
Nokkru öðru máli er að gegna um sjálfs-
mentunina en þekkinguna — eftir þeim
skilningi sem eg legg í orðið sjálfsmentun.
Menn kalla vanalega þá menn sjálfment-
aða, sem hafa aflað sér einhverrar tölu-
verðrar þekkingar án annara hjálpar. En
sú sjálfsmentun hefir oft og tíðum engin
áhrif á manninn til hins betra, og verður
þar af leiðandi ekki til þess að auka mann-
gildi hans á neinn hátt. — Þetta kalla eg
ekki sjálfmentaða menn, — heldur þá
menn sem ala sjálfa sig upp, þannig, að
þeir verði sem fullkomnastir. Auðvitað
nota þeir þekkinguna til að fullkomna sig,
taka hana í þjónustu sína til þess að
auka manngildi sitt. Þessa menn kalla
eg sjálfmentaða. Þeir hafa mannað sjálfa
sig, án þess að leita til skólanna eða ann-
ara uppeldisstofnana. Þeir hafa notað þau
meðöl, sem náttúran sjálf hefir gefið þeim
í hendurnar. Þeir hafa notað sína eigin-
krafta til þess að fegra og göfga, auka og
efla sína bestu hæfileika. Þeir hafa sjálfir
smíðað úr þeim efnivið, sem náttúran hef-
ir gefið þeim. Og þeir hafa stefnt allri
sinni baráttu að því að gjöra manninn í
sér sem fullkomnastan. Að hefja mann-
gildi sitt sem mest. Þetta er hin rétta
sjálfsmentun.
Eg þykist vita, að menn yfirleitt vilji
hafa sem mest manngildi. Og eins þykist