Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1916, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.06.1916, Blaðsíða 4
68 SKINFAXI líður, engri skynlausri skepnu líða illa af mannavöldum, hér á landi. Eg þakka Tr. G. gjöfina fyrir hönd U. M. F. I., og óska honum farsælla ellidaga. G. D. Úti-íþróttir. (Eftir Bennó.) Knattspyrna. Frh. (Tvær meinlegar prentvillur hefi eg rek- ið mig á. í VI. kafla, 3 dálki 3. líou a. n., stendur áhugamaður f. atvinnumaður; og í VIII. kaíla 3. línu a. n. stendur Fram- vörður f. Miðframvörður. — Bið eg les- endur að athuga þetta. Nokkrar stafvill- ur hefi eg lika orðið var við, en skeyti minna um þær, af því að eg vona að menn hafi lesið þær i málið). IX. Knattspyrnuvöllur I.*) Knattspyrnuvöllur II.*) Leikmönnura skipað til atlögu. Horn- teignr. Enda — mörk Horn- fáni. Horn- teigur. Fylkingar leikmanna í upphafi leiks. o byrja leik. Vil eg Jnú leitast við að útskýra, hvað heimta verður af hverjum leikmanni, svo fullgildur sé talinn á leikvelli, og er þá fyrst að byrja á markverði. Enginn leikm. má snerta knöttinn vilj- andi með höndunum, nema markvörður; en þó aðeins eftir mjög ákveðnum reglum. Aldrei snerta knöttinn með höndunum fyr- ir utan vítateig, aldrei hlaupa með knött- inn fleiri en tvö skref — verður að hafa komið honum frá sér í þriðja skrefi. Bregðist þetta, er hegningin aukaspyrna fyrir mótherja — en ekki vítisspyrna. Markvörður verður að vera öllum góð- um kostum leikmanna búinn; verður að Enda — mörk (Hvitu linurnar tákna krltarrákir, aem völlurinn er markaður með). *) Myndir þessar eru úr hinum nýju knuttspyrnulögum I. S. í„ sem komu á murkuðinn fyrst i þessum mánuði. — Vif eg ulvarlega skoru á allu knattspyrnuraenn að eignast þá bók.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.