Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1916, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.06.1916, Blaðsíða 6
70 SKINFAXI urinn lendir, ef þú spyrnir honum. Þér getur skeikað, knötturinn farið ol skamt, eða skakka leið, eða of lágt, og lent hjá mótherjum þínuni, eða þeir stöðvað hann. En ef þú hefir hendur á knettinum, þá er þér sjálfrátt að sæta besta færi, sjá við öllum brellum óvina þinna, ginna þá og narra á ýmsan hátt — og henda knettin- um inn á völlinn yfir höfuð þeim, þegar minst vonum varir. Vitaskuld ber það við, að þú verður að neyta fótanna og spyrna knettinum, og þá er um að gera, að þú áttir þig í einni svipan á því, hvert hentast muni að spyrna honum, til hverra af samherjum þinum. Gefst yfirleitt best að senda hann til jaðar- manna (wingmen). Knötturinn sleginn. Varastu i lengstu lög að slá (fist) votan og saurugan knött; gríptu jafnan knöttinn, ef kostur er, i stað þess að slá hann. En beri svo bráðan að, að þér sé nauðugur einn kostur, verðir að slá hnöttinn, þá rektu ekki í hann hnefann eins og al í vegg; reiddu hendina til höggsins og beittu þumaljaðri og úlnlið. Nú flýgur knöttur- inn hátt og stefnir rjett undir ásinn, og er þá ráð, að hlaupa í loft upp og yppa honum með lófunum upp yfir ásinn áður en hann kemst undir tréð; af tvennu illu er það miklu skárra, að mótherjar þínir fái hornspyrnu, heldur en hitt að knöttur- inn falli niður úr lúkunum á þér rétt við markið. Samtök við bákverði. Hafðu allan hug á því, að komast í góða samvinnu við verðina í þínum flokki, einkum bakverðina. Skaltu umfram alt ámálga við þá, að þeir skyggi aldrei á knöttinn, svo að þú sjáir hann ekki. Þetta er einkar-áríðandi í hornspyrnum, að verð- irnir skyggi ekki á fyrir þér, um að gera að þú sjáir þá, þegar knettinum er spyrnt. Enginn fær varast það, sem augað fær ekki eygt. Þá — í hornspyrnu — er þér lika jafnan hollast að bíða nálægt þeirri marksúlunni, sem fjær er spyrnuhorninup þá ertu til taks, ef knötturinn flýgur fram- hjá markinu, og kemur aftur úr hinni átt- inni, en getur hlaupið móti honurn, ef hann tekur móts við markið. Það er á- valt hægra að hlaupa á móti knettinumr en á eftir honum. Vítaspyrnan er þyngsta þrautin sem fyrir þér liggur, Þá áttu í höggi við vaskasta spyrnumann mótherja þinna, og ekki er þvi að leyna, að hann stendur miklu betur að vígi til sóknar, en þú til varnar. Það er því eng- in minkun fyrir þig, þó hann skori mark, en þinn lofstír að meiri, ef þú fær stað- ist þessa þraut. Mundu þetta vel. Vertu hvergi smeikur; þú átt ekkert í hættunni, drengskapur þinn er alls ekki í veði, þó illa fari, en mikið í aðra hönd, ef vel viðr^ ar. Og hugsaðu þig nú um : Það er ekki líklegt, að vitisspyrnumaður skjóti (to shoot = spyrna til marks) mjög hátt eða langt til hliðar, því hann mun ekki vilja eiga á hættu að skjóta yfir ásinn eða utan við marksúlu. Vertu við því búinn, að hann beini knettinum þar, sem þú ert veikastur fyrir: rétt á vinstri hlið þér. Þó getur þú aldrei átt víst, hverjum skollanum hann finnur upp á. Og nú kem eg þá að því, sem mestu varðar fyrir þig. Vendu þig á, að hafa aldrei augun af vítisspyrnumanni. Hvestu á hann augun; það gctur dregið úr hon- uni kjarkinn. Og horfðu si og æ beint í augu honum; þá lærist þér fljótt að marka af augnaráði hans, hvaða leið hann ætlar knettinum, hvert hann ællar að beina skot- inu. En þetta er síðasta heilræðið: Hagaðu þér jafnan sem góðum dreng sæmir, jafnt innan vallar sem utan. Vertu prúðmenni. Vertu síviljugur til hversdagsleika. Van- inn gefur listina. Láttu aldrei á þér merkja einu orði, þó að dómari geri þér rangt tilr

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.