Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1916, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.06.1916, Blaðsíða 3
SKINFAXI 67 ■oft gat hann sameinaS þá um tillögur, er áður höfðu staSiS á öndverðum meið. Deildarstjóri var Andrés sál. í Hvítár- siðudeild Sláturfélags Suðurlands, og rækti það starf sem önnur, með samviskusemi og alúð. I sveitarfélagi sínu var Andrés farinn að starfa mikið, og menn munu þar sem annarstaðar, þar sem hans naut við, finna að nú er skarð fyrir skildi og að sæti hans •er vandskipað. Á sýslufundi i vetur er leið var Andrés -sál. kosinn í jarðamatsnefnd í Mýrasýslu, •og var það mjög heppilega valið. Tel eg vafasamt hvert til eru aðgætnari, sam- viskusamari og réttlátari menn en hann var. Við Borgfirðingar höfum í Andrési mist einn okkar besta og efnilegasta mann. Mann, sem vissa er fyrir að hefði starfað til gagns og sæmdar fyrir land og lýð, og orðið forkólfur ýmsra framkvæmda í hér- aði sínu. Og við ungmennafélagar höfum mist einn okkar foringja, einn okkar merkisbera, •einn af þeim sem skildu ungmennafélags- skapinn og vann fyrir hann af alhug. En skarð hans í félagsskap okkar og þjóðlífi verðum við að reyna að fylla, sem enn lifum, með því að fullkomna sjálfa okkur, og reyna á þann hátt að verða færir um að bæta á okkur nokkrum af "verkum þeirra er kallaðir eru burtu. Og get- um við það, þá er vel farið, þá getur verið algæska guðs komi líka hér fram, en hver þekkir líka hans leiðir, og hver veit hvern- ig hann gerir oss fullkomna? Klett »»/„ 1916 Páll Zóphóniasson. Gjöf. Fyrverandi bankastjóri Tryggvi Gunn- Ærsson hefir enn á ný vikið góðu að ung- .mennafélögunum. Hann hefir nýskeð af- hent sambandsstjórninni nokkrar úrvals- bækur Þjóðvinafélagsins, sem hann gefur U. M. F. í. Bækurnar eru þessar: Þjóðv.fél.almanökin frá 1880 (31 ár) 3eint. Dýravinurinn 1903—’09 .... 4 — Þjóðmenningarsagan.................4 — Hversvegna, vegna þess .... 4 — Benjamín Franklín..................5 — Allar eru bækurnar um 70 kr. virði. Tilætlun gefanda er sú, að einu eintaki verði útbýtt í hvern fjórðung landsins til bókasafna ungmennafél. Fjórðungsstjórn- um verða því afhentar bækurnar, í þeim tilgangi, til ráðstöfunar. Hingað til hefir enginn nema Tryggvi Gunnarsson, af eldri mönnum þjóðarinnar, sæmt ungm.félögin með ríkulegum gjöfum. Margir eru til, sem Ieggja ungmennafélög- unum liðsyrði og viðurkenna starfsemi þeirra í orði, en hinir eru færri, sem sýna viðurkenninguna í verkinu. Tr. G. er orðinn lotinn í herðum og hvítur fyrir hærum, en samt er hann ung- ur í anda, engu síður en þeir. sem eru keikir á velli. Hann hefir óbilandi trú á starfsemi ungmennafélaganna, og álítur að þau muni eiga mikla starfsemi fyrir hönd- um, ef þau ekki vikja frá því takmarki og þeirri stefnu, er þau hafa sett sér. Það er i sjálfu sér ekkert óeðlilegt, að Tr. G. hafi þessa skoðun á ungmennafélögunum. Flest æfistörf hans bera þess ljósan vott, að þau hafa stjórnast af sama anda og þeim, er nú ríkir í ungmennafélagsskapn- um. Ef ungmennafélagshreyfingin hefði rutt sér til rúms hér á landi um það skeið, sem Tr. G. var um tvitugsaldur, mundi hann hafa orðið sjálfkjörinn leiðtogi henn- ar. Skógræktinni og dýravernduninni, mun Tr. G. hafa einna mestan áhuga á, af þeim málum, sem ungmennafél. starfa að. Ef félögin vinna með eins miklum dugnaði og ósérplægni að þeim málum, eins og hann hefir gert, mun skógræktinni verða borgið i framtíðinni, og áður en langt um

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.