Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.1922, Qupperneq 4

Skinfaxi - 01.01.1922, Qupperneq 4
4 SKINFAXI Skinfaxi Útgcfandi: Samb. Ungmennafél. Islands 12 blöð á ári. Verð 3 krónur. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta: Skin- faxi Reykjavík Pósthólf 516. Vegalengd kringum svæðið, sem getið er um í i. lið var rnæld haustið 1920 og reyndist hún um 18700 metrar. Þar af er sjálfgirt með gjám rúml. 6800 m. veiða þá eftir 11.900 m. sem þarf að girða. Hér er ekki Þingvallavatn talið með, en það girðir að sunnan minsta kosti 4800 metra. Girðingin yrði afar stutt í samanburði við stærð svæðisins, sem afgirðist. Engin ákvörðun hefir enn veriö tekin um 2. lið tillögunnar. 3. liður. tillögunnar lýtur að því, að banna mönnum að reisa sumarbússtaði á Þingvöllum. Því miður hafði einn slíkur bústaður verið reistur þar, og einmitt á þeim stað, sem síst skyldi; munu menjar lians lengi sjást, þó að í burtu verði tek- inn. Búendur í Þingvallasveit höfðu farið þess á leit við stjórnina að skipaður yrði um- sjónarmaður á Þingvöllum. Stjórnin mun ekki þózt hafa heimild til þess, aö þing- inu fornspurðu, þess vegna var heimildin gefin í 4. lið tillögunnar. Þá var og stjórninni faliö að leggja fyr- ir næsta þing (1921) frumvarp til laga um friðun Þingvalla. En frumvarpið er ókomið enn. Sennilega dregst ekki lengur að end- anleg ákvörðun verði tekin um það, hvort alvara verði gerð úr því að friða Þingvelli eða ekki. Átta ár eru fljót að líða, og óvíst er að nægur tími vinnist til að und- irbúa friðunina svo að hún komist í fram- kvæmd, eigi síðar en 1930, ef eigi er starfað að henni þegar í stað. Þingvallamálið er nú hjá stjórninni, og hlýtur að koma fyrir alþingi í vetur. Hvernig því reiðir af í höndum þeirra manna, sem um það fjalla, leiðir tíminn í ljós. En seinna verður skýrt frá því í Skinfaxa. Hér hefir aðeins verið drepið á gang málsins í fáum dráttum, frá byrjun og fram að þessum tíma. Rúmið leyfir ekki að fara frekar út i einstök atriði. G. D. Nýr tímí. Veraldarsögunni er ætíð skifl í þrjá kafla: Fornöld, Miðaldir og Nýa öld eða Nýa tímann. Þessi skifting er bygð á atburðum, sem orðið hafa í lífi manna og þjóða, einhverjum þeirra stórviöburða sem orsakað liafa nýar stefnur, nýtt lífsgildi fyrir mannkynið. Þannig lýkur Fornöldiuni þegar Rómaríkið hnígur til grunna. Þegar þetta heljarveldi sem bygðist á undirokun annara þjóðflokka datt í mola og misti vald sitt; byrjuðu þessir undirokuðu þjóð- flokkar nýtt líf. Nýr tími rann upp fyrir þeim. Það eru miöaldirnar. Þær runnu líka sitt skeiö, og enduðu á siðbótartímanum á 16. öld. Þá brotnaði það vald sem drotnað hafði á þessum tíma: Kirkjuvaldið, og nýr tími rann upp. Það er Nýi tíminn. Einnig hann sá sitt síðasta kvöld. Það var 1914. Þegar lieimsstyrjöldin skall á; Þá fékk það vald rothöggið, sem áhrifáríkast var orðið á þessum tíma, viðskiftavaldið. Þessi örlög tímanna er vert að athuga. Þau sýna það, að sagan endur tekur sig með nokkrum hætti, að stefnur og lífskoð- anir eru háðar þeim örlögum að fæðastog deyja. I ljósi þess má einnig skoða, að hver tími er barn sinna foreldra, og tekur við hlutv. þeirra að þroska mannk., og frelsa að lokum, samkvæmt fyrirheitinu, meir en tvöþúsund ára gamla, og samkvæmt þró- unarlögmálinu í lífinu. Dæmisagan urn fuglinn Fönix sem reis alskapaður ur ösk-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.