Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1925, Qupperneq 2

Skinfaxi - 01.12.1925, Qupperneq 2
114 SKINFAXI hafar og fjárráðamenn þjóðarínnar teldu sér skilt að hlúa að nýgræðingnum. pað var óhugsandi að vormenn Islands yrðu bornir út á klakann og látnir svelta til heljar. — Nú er rétt að alþjóð íslands sjái, hvernig sólardraumur Guðmundar skálds og annara ágætismanna, sá er þá dreymdi um ungmennafélögin, hefir ræst. Kemur þá einkum þrent til greina: í fyrsta lagi, hvernig ungmennafélögin hafa gert skyldu sína, í öðru lagi hvernig samúð og skiln- ingur eldri nágranna hefir stutt þau, og hvernig þeim hefir verið tekið, er þau hafa leitað trausts þeirra, sem með völdin fara. Fyrsta ungmennafélagið var stofnað á Akureyri 1906. Hvatamaður þess mun hafa verið Jóhannes Jósefsson hinn alkunni íþrótta- og æfintýramaður. Hann var þá nýkominn heim úr ferð um Norðurlönd, hefir hann eflaust kynst ungmennafclögunum norsku, sem höfðu starfað þá um 20 ár og látið allmikið til sin taka. Akureyrarfélagið var fáment í fyrstu, en eflaust hef- ir þar hvert rúm verið vel sldpað, því þeim félögum tókst að leggja svo góðan grundvöll að félagsstarfsemi sinni í heimahögum, að Akureyrarfélagið hefir jafn- an verið talið fyrirmynd allra ungmennafélaga hér á landi, og frá því félagi mun runnin reglugerð sú er siðan hefir gilt að mestu óbreytt fyrir öll félög innan U. M. F. í.; sést það af henni, að þar hafa víðsýnir menn að unnið, sem ekki var litið í Iiug um umbæturnar. Ungmennafélagshreyfingin barst óðfluga yfir land- ið, og festi rætur í flestum sveitum og mörgum kaup- stöðum á ótrúlega skömmum tíma, einkum um Suð- ur, Vestur og Norðurland. Um allmörg ár mynduðu félögin fjórðungasambönd, en síðar var því breytt, og samböndin miðuð við sýslutakmörk. En héraðssamb. eru í landssambandi, sem nefnist Ungmennafélag fs- lands. Af þessu sést, að félögin eru allvíðtæk og svo fjöl-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.