Skinfaxi - 01.12.1925, Page 10
122
SKINFAXI
nóg að gera. Heldur ekki að svo torvelt yrði að
afla reksturfjárins af almannafé, og með gjöfum frá
íþróttavinum. Langerfiðast verður að koma upp nauð-
synlegum byggingum í fyrstu. Til þess þarf samskot,
gjafir og áheit. Og' þess vegna þurfa ungmennaf jelög-
in að auka sjóðinn. Halda smáskemtun á hverju vori
til ágóða fyrir iþróttaskólann. Hver lilil gjöf gerii’ kleift
að auka nokkru við af áhöldum, eða stein í vegg skól-
ans. Ef unt yrði að hyrja á íþróttaskólanum að ein-
hverju leyti á vegum annars eldri skóla, mætti hugsa
sér að nemendur gæfu eitthvað af vinnu við að steypa
steina, t. d. í leikfimishús, eða sundhöll. par sem hvera-
liiti er nægilegur mætti reisa hráðabirgðaskúr til að
steypa i steina að vetrinum til, og leiða þangað hita.
Nemendur myndu fúslega gefa ofurlitla stund á hverj-
um degi til að steypa steinana og væri þá jafnframt veitt
tilsögn við þessi vinnuhrögð. Væri þá tvent gert í einu.
Að þoka áfram byggingu íþróttaskólans og kenna ung-
um mönnum hinar bestu aðferðir til að byggja sjálf-
um sér ný heimili.
Á Fjóni i Danmörku er nafntogaður íþróttaskóli,
Ollerup, skamt frá Svendborg. Stýrir honum Niels
Buch, hinn nafntogaði endurhótamaður danskra
íþrótta. Nú í sumar reisti hann sundhöll mikla, þannig,
að námssveinamir unnu að múrverkinu fyrír lilla borg-
un, stund úr degi. En á sunnudögum fór Bueh með
allan íþróttamannahópinn til einhverrar horgar í Dan-
mörku og sýndi kunnáttu þeirra fyrir fé. pvi fé sem
inn kom á hverjum sunnudegi var varið til að kaupa
steinlim og sand og möl til vikunnar.
Áhugi danskra íþróttavina reisir sundhöllina i Olle-
rup. Áhugi íslenskra ungmennafélaga á að reisa íþrólta-
skólann islenska. J. J.