Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1925, Page 15

Skinfaxi - 01.12.1925, Page 15
SKINFAXl 127 þar eð við erum hennar börn. pví verðum við að taka mikið tillit til þess, sem Inin býður okkur, dæma það og meta. Meira hefir verið rilað af sögum hér á landi síðast- liðinn mannsaldur en á öllum undangengnum öld- um fslandsbygðar samanlagt. Er því síst að furða, þó að þar kenni sundurleitra gæða, enda er það svo. Hér hafa verið samdar og þýddar sögur scm kalla má að ekkert liafi til sins ágætis. Óhlutvandjr menn liafa séð að hcr sem víða annarsstaðar má græða á „reifara-út- gáfu“; flestir eru þeir dálkafylli dagblaða, sem fátt- nýtilegt liafa að bjóða, er við kemur bókmentum. Oft- ast eru sögur þessar margorðar og mærðarfullar, mis- þyrmt ósjaldan íslensku máli. pær taka falskar mynd- ir af mannlífinu, hafa litið af sannleiksást eða lista- gildi. Mest eru þær lesnar af illa fræddum og hégóma- gjörnum lýð, sem er á þrotlausum þöuum við að ella hræfarelda. Fulltíða fólki verður ekki bjargað frá sorp- ritalestri ef það hefir tamið sér hann lengi. Hann er orðinn því ómótstæðileg ástriða eins og vínfíknin of- drykkjumanninum. En ælla má að ómerkilegar sögur afvegaleiði vel gefna og lestrarhneigða unglinga, sem eru a.ð byrja að skygnast um i bókmentaheiminum. parf að sjá við þeim leka og setja undir hann í tíma. Best mun það gert með því að vekja ásl unglinganna á ís- lendingasögum, mun það oftast reynast létt verlc ef leiðbeiningar eru sæmilegar. proskuðu fólki er Iitil hætta búin af mjög fánýtum sögum, þvi er ekki þörf að blaða lengi i þeim, þvi að fljótt þekkist ættarmótið; verður þá ekki haft svo mikið við að eyða tíma í að lesa þær. Einn af bestu rithöfundum landsins hefir sagt, að best sc ritdómurum að geta þeirra að engu, hljóð fyrirlitning hæfi þeim best. Hér er ritað mikið af sögum, sem eru þannig úr garði gerðar, að ilt er að sjá til bvers þær hafa verið samdar. Sá virðist eini tilgangur þeirra, að höfundinn

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.