Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1925, Page 21

Skinfaxi - 01.12.1925, Page 21
SKINFAXI 133 væru uppseldir. En einlivernveginn liðkaðist þó svo til, að þeir fengu rúm. Svo var haldið af stað. Veður var heiðskírt og bjart, og afar heitt. Var því drukkið mik- ið af öli á leiðinni, þar eð menn þyrsti í hitanum. Út- sýnisins nutum við vel, og þótti mér mikils um vert, að sjá fegurðina til beggja hliða út EyrarKundið, þenn- an fagra sumarmorgun. Minnisstæðastur er mér kast- alinn Krónborg, af þeim stöðum er við fórum fram hjá. Á leiðinni sungum við no'kkur kvæði. Kl. 12 á há- degi komum við til Mölle, sem er smákauptún á sunn- anverðum skagauum. Voru þar teknar myndir af skip- inu er það kom í höfn, og' fólkið stóð á þilfari. Eitt af því fyrsta, sem fyrir augun bar er við stigum á land í Svíþjóð, voru ökumenn, er biðu með vagna sína í stór liópum á torginu, og buðu fólki að aka þvi um Skagann gegn 2 kr. gjaldi fyrir hvern mann. En við vildum heldur ganga. Gengum við svo í gegnum kaup- túnið, er liggur i töluverðum halla fast niður að sjón- um. En þegar við beygðum út úr kauptúninu var þar kvenmaður, sem seldi göngustafi. Voru stafirnir um 2—2Vá aiin á lengd, og keyptu félagar mínir nokkra þeiiTa. En mér virtist hálf broslegt að sjá þá nota staf- ina, er við fórum að ganga upp brekkurnar. Eg hygg, að íslenskir svitabændur liefðu sagt, að þeir kynnu ekki að nota stafi. Hitinn var ákaflega mikill og gengum við flestir á skyrtunum. Af og til vorum við að mæta ökumönnum, sem buðust til að aka okkur, en við notuðum oftasl sama svarið: „Við göngum“. Einu sinni man eg að for- maður okkar sagði: „Við erum danskir drengir!“ Virt- ist mér vera dálítil drýgindi i rónmum og jafnframt vissa um, að þetta hefði verið vel til fundið svar. Leið okkar lá i gegnum stóra skóga, voru það mest greniskógar. Skaginn er mestallur skógi vaxinn og há- lendur og björg með sjó fram. Á miðjum skaganum

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.