Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1925, Síða 26

Skinfaxi - 01.12.1925, Síða 26
SKINFAXI 138 fæddrar afburðahreysti, og mikillar reynslu við íslensk harðviðri á útlegðarárum sínum. En nú eiga sundkappar okkar skamt eða ekkert (ifarið til þess að ná Gretti (Reykja-sundið mun ekká hafa verið mælt nákvæmlega). Erlingur Pálsson synti síðastl. sumar frá pórsnesi i Viðey inn að Grandagarði við Reykjavíkurhöfn; mældist það 5500 m. Erlingur var 2 st., 40 mín. og 22 sek. á sundi. Hrepti hann kviku og stormkul á móti. Ekki varð séð að sundmaðurinn liefði nærri sér gengið. Óhætt mun að fullyrða að þetta er langlengsta sund, sem þreytt hefir verið liér við land síðan Grettir iagðist frá Drangey til Reykja. Erlingur hefir lengi verið talinn færasti sundmaður íslendinga. Ungur lagði liann alúð við íþrótt sína, og var sundkennari allmörg ár. En nú um skeið hefir Iiann orðið að stunda erfitt embætti, fjarskilt sundi. pó hefir stálvilja iþróttamannsins jafnan gefist nckkurt tóm til sundiðkana. Erlingur finnur vel að sundið er ein hin hollasta og nauðsynlegasta íþrótt, líka fegurra flestum leikjum. Enda finst honum skaði milcill fjvað margir slá slöku við iþrótt þessa, þó þeir hafi tamið sér Iiana um skeið. Margir íþróttamenn og íþróttavinir telja að sundið ætti að vera skyldunámsgrein íslendinga, engu síður en „kverið“. Er það gleðiefni að byr þeirrar hugmyndar virðist fara vaxandi. Sönnun þess eru heimildarlög um sund, sem afgreidd voru á síðasta þingi og þingmaður Vestmannaeyja var hvatamaður að. Jónas Jónsson alþingismaður hefir líka borið fram merkilega tillögu á þingi um sundhöll handa Reykja- víkurbúum. Ætlast hann lil að höll sú yrði svo vönduð og þægindarík, að höfuðstaðarbúar hefðu gagn og sóma af hcnni um langan aldur. Allumnugt er að fjöldi fólks flykkist að sjóböðum, sem eru allvíða við strendur heit- ari landa. pykja sjóböð mjög lioll og hressandi. Við Is- lendingar njótum sjaldan hinna hollu sjóbaða, okkur

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.