Skinfaxi - 01.12.1925, Page 28
140
SKINFAXI
Mun Búnaðarfélagið hafa kvalt þá á námskeið
þetta til þess að þeir fengju sem best yfirlit og upplýs-
ingar um hin mörgu og mikilsverðu vandamál, sem
bíða þeirra um land alt. Fyrir því voru fluttir fyrirlestr-
ar á námskeiðinu af sérfróðum mönnum um ýms bún-
aðarmál. Málfundir voru haldnir daglega. par voru
rædd vandamál, sem bændur þurfa að leysa úr á næstu
árum. Meðal annars var rætt um samvinnu Búnaðar-
félags íslands og ungmennafélaga íslands. Allir voru
sammála um að verkleg störf gætu þar orðið sameigin-
leg meira en verið befir, þar eð landbúnaðinum væri
það lifsnauðsyn að æskulýður landsins fengi brennandi
ábuga fyrir jarðrækt og hverskonar búnaðarframför-
um.
Hr. Metúsalem Stefánsson ráðanautur flutti merki-
legt erindi um störf ungmennafélaga í Bandaríkjunum.
Lýsti hann því ítarlega hvernig unglingar vestur þar
leggja rækt við ýmsar greinar landbúnaðarins. peir fá
bletti til fullra umráða, sem þeir birða og rækta að
öllu leyti sjáll'ir og njóta uppskeruunar af þeim. Öðr-
um eru gefin húsdýr. þeir afla fóðurs handa þeim, bii*ða
þau sjálfir að öllu leyti og njóta afurðanna af þeim.
Ungar stúlkur hafa bliðstæð verk með höndum utan
liúss og innan. Öll miðar starfsemi þessi að þvi að
auka framleiðslu heimilanna, fegurð þeirra og yndi.
Unglingarnir bera sjálfir fulla ábyrgð á verkum sín-
um og njóta afurðanna.
Vinnuflokkarnir njóta tilsagnar og leiðbeininga fag-
lærðra manna við störf sín. Trúnaðarmenn búnaðar-
félaga kenna vinnuflokkunum. Sýningar eru haldnar,
og verðlaun veitt þeim, sem best liafa gert og lengst
hafa komist i sinni grein. peir sem fram úr skara og
verðlaun liljóta verða að gefa skýrslur um vinnuaf-
urðir sínar, og oft verða þeir að greina frá þeim munn-
lega í heyranda hljóði.
Alkunnugt er, að ekkert getur þroskað betur mann-