Skinfaxi - 01.01.1929, Qupperneq 4
4
SKINFAXI
gœða, guði vígt en eigi mold. Það er hygprjjðin og
trúmenskan við þetta lífsstarf, sem er aðalkrafan til
hvers ungmennafélaga, og ætti engum að vera það
nauðung, þar sem það er skilyrði tii þroskunar lífi
lians sjálfs. Það þarf víðar á hugprýði að halda, en
þar sem sótt er með púðri, blýi og byssustingjum.
Baráttan sem háð er í friði krefst lika vuskleika og
trúmensku, þá er barist uin að iifa samkvæmt eðli sínu
og þörf, um það að fegra lífið og fullkomna, og er litlu
fegra að hopa þar af hólmi.
En mönnum hættir oft við að verða háðir ýmsum
andstæðum: flokksmönnum, laxmönnum, vinum, tiskunni
og almenningsálitinu, og týna svo sjálfum sér eða láta
toga sig frá því, sem er rétt,
„vinna það fyrir vinskap manns
að vikja af götu sannleikans".
„Að menn fylgja þvi ekki fram, sem þeir þó vita að
er rétt, eða þegja við því, sem þeir sjá að er rangt,
kerpur langoftast af skorti á hugprýði eða vaskleik, kem-
ur af bleyðimensku“, segir próf. G. Finnbogason. Þeir
treysta sér ekki til þess að þola sársaukann, óvildina,
stundartjónið, sem fylgir því að halda fram óvinsællri
hýung, sem þeir þó sjá að væri þarft og rétt.
Við skulum gefa því gaum að flest þau sannindi,
sem mannkynið nú lifir á, í trú, vísindum og listum hafa
einhverntlma verið óvinsæl og aflað fylgismönnum óvin-
áttu og jafnvel lffláts. — Eitt aðalgildi ungmennafélag-
^nna tel eg hiklaust það, að hafa með höndum málefni,
sem eru veigamikil, en um leið líkleg til að vekja and-
stöðu, og heiður hvers félaga fólginn i því hve trúlega og
vasklega hann fylgir þeim málum. Munum það að „drengir
hgita vaskir menn ok batnandi“, og að fóstbræðralag það,
sem viö höfum bundist i félagsheild okkar til eflingar góð-
um og þörfum athöfnum er heilagt. — Við höfum öll pund
að ávaxta og á þvl einu riöur mest: að grafa það ekki I jörðu
heldur ávaxta það: finna svo og reyna að sá sem er trúr yfir
litlu, muni verða settur yfir meira. Það er að ganga inn í
fögnuð herra iífsins. B. G.