Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.1929, Side 10

Skinfaxi - 01.01.1929, Side 10
)0 SKINFAXI 1. áhðld og tilfæringar ýmiskonar, 2. húsgögn af mörgu tagi, 3. trjeskurður og önnur hagleiksvinna í trje (bein) og horn, 4. vinna úr járni og öðrum málmum, steini og leir, 5. vinna úr leðri og papplr, 6. vinna úr hampi, hálmi, spæni og körfuefnum (pll og reyr), 7. leikföng, 8. tilheyrandi teikningar og uppdrættir. Nokkuð var, að sjálfsögðu misjafnt í hinum ýmsu deildum, svo að ein hafði þetta til síns ágætis og önnur hitt: Efnisval, til- högun, lag, Iitur, „stíll", I þessu eða hinu, var nokkuð hvort á sinn hátt. Það sem einna augljósast blasti við I hverri bygðarlagsdeild voru þjóðbúningar þess bygðarlags, oftast bæði karla og kvenna klæddir á mannlikön svo að tilsýndar litu út Hkt og lifandi fólk! — Og eins og sögðu við hvern sem I nánd kom: „Lýttu á bygðarlagið mitt“! Um leið minnir þetta á, að eftirlitsfólkið, einkum kvennmenn gengu og jafnan á sama bygðarlagsþjóðbúningi. Af allskyns klæðaefni var að sjálfsögðu mjög mikið. Heimaofnir dúkar til almennrar notkunar, bæði grófir og ffnir, margvfsl. að gerð, efni og lit, voru I flest öllum deild- anna, virtust þó einkum bera af frá Voss, norska heimil- isiðnaðarfjelaginu, Björgvin, Sogni og Sunnfirði. — Margt af ábreiðu- og áklæðavefnaðinum mynti mjög á gaml- an fslenskan vefnað. Og þó þessi vefnaður væri flestur vel góður, er lítið efamál, að margur okkar var engu síðri, og ætti skilið að vera iðkaður framvegis og nyt- færður. — Myndofin voru fjölmörg veggklæði og aðrir dúkar — og myndsaumur. — Var það engu slðri list- iðnaður en hinn í listiðnaðardeildinni. Sem dæmi má nefna: „Páskamorgun“ (gröfin, engill, María og Kristur eftlr frásögninni I Jóh. guðsp.) og „Sólargeislinn“, skln- andi myndir, „Hirtir“ og „Hafmeyjateppi“. Þjóðsagnar- myndir eins og „Stolt Margrjet", „Tröllfuglar" o. m. fl. Teikningamar að þessum kostahlutum voru og gerðar af ýmsum listamönnum, þar á meðal ekki fáar eftir hlnn Vefnaöur saumur o.fl.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.