Skinfaxi - 01.01.1929, Qupperneq 7
SKINPAXI
7
meö frá bökkunum trjám, sem strandað höfðu. Sumstaðar
voru þeir á bátum út á ánni, tii þess að losa tré, sem
festast á klöppum og eyjum úti i ánni, sýndust mér það
hættu ferðir, því að áin var straumhörð, með fossum og
flúðum. Virtist mér oft, sem þeir á næsta augnabliki
myndu fara í eina flúðina eða fossinn, en altaf gátu þeir
bjargað því með lipurð og snarræði.
Á leiðinni komum við að seli, þau eru mjög algeng
í Dölunum, þar eru kýrnar og geiturnar hafðar á sumr-
in, og ostur gerður úr mjólkinni, datt okkur i hug að
gista þar hjá selfólkinu. Eti við fundum þar þá ekkert
fólk, svo að við urðuni að halda ferðinni áfram, þrátt
fyrir rigninguna, fratn til Sarna, sem var fyrsta þorpið.
Komum við þangað seint um kvöldið, þreyttir, svangir,
blautir og sárfættir, því að blöðrur voru komnar á iljar
okkar. Hefir mér aldrei þótt neitt rúm jafn mjúkt og
rúmið, sem eg háttaði þá I. Það voru mikil viðbrigði
eftir þær rekkjur, sem við höfðum haft tvær undanfarnar
nætur. Höfðum við nú gengið 80 km. í óbygðum og
vegleysum. Mundi fólk ekki eftir að aðrir ferðamenn
hefðu farið þessa leið áður, en 3 þýskir stúdentar fyrir
tveim árum.
Daginn eftir ætluðum við að ganga upp á Stedjan,
hæsta fjall Svíþjóðar sunnan Jamtalands (1100 mtr.),
en veðrið var svo vont, rigning, þrumur og eldingar, að
við lögðum ekki á fjallið. Urðum við því að láta okkur
nægja með að fara í bíl fram til þorps eins, sem heitir
Idre og liggur næst fjallgarðinum, sem er á landamær-
um Svíþjóðar og Noregs. Við vorum svo heppnir að
hitta umferðasala einn á gistihúsinu, sem við gistum á,
og bauð hann okkur að fara þetta með sér. Við ókum
síðan með honum til baka og allan daginn til kvölds,
er við komum að frernstu járnbrautastöðinni við Vestre-
Dalelven. Var það hin skemtilegasta ferð niður dalinn,
sem er fagur, breiður og skógivaxinn og allstórt vatn
neðarlega f miðjum dalnum. Höfðum við einnig hina
bestu skemtun af umferðasalanum, sem var skýr og