Skinfaxi - 01.01.1929, Side 13
SKINFAXI
13
staur. Hún var eftir Johanties Fossheiin í Sunnfirði (ef
ekki er misminni). Önnur hálfhlið slaursins, óunnin,
varð grunnur. — Það voru „Drykkjulætin": Fjórir
drykkjumenn í barsmíðum með hnefum og hnifum, fimti
virtist dauður liggja, og sjötti undir tunnukrananum.
En á hinum tunnuendanum sat fjandinn sjálfur og spilaði
á hörpu! Allur brjálæðishátturinn var þarna eins og lif-
andi uppmálun! Þó að hjer sje nú eitt og annað talið sem
heimilisiðnaðardeildin tók yfir, gefur að skilja, að það
er aðeins fæst eitt af öllum fjöldauum. Fjölmargt var
fleira, bæði fagurt og vænt, og á margan hátt mæti-
legt.
Guðm. Jónsson trá Mosdal.
Frá fjelögum og fjelagsvegum.
Hjeraðssamb. Skarphéðinn.
Héraðsmótið fórst fyrir að mestu, sökum óveðurs.
í stað þess var höfð samkorna í hriplekri, gríðarstórri
tjaldbúð, sem Ólafur ísleifsson átti: Þar voru ræðuhöld
og fimleikasýning. Voru það piltar úr íþróttaskólahum,
hraustir og myndariegir. Það var eftir ástæðum- ótrúlega
góð sýning. Svo lét Jón frá Hofstöðum uminælt. —'
Félögin „Dagsbrún" og „Þórsmörk" höfðu leikmót 30.
júní. U. A*. F. Hrunamanna hefir altaf samkomu á
Álfaskeiði í ágústmánuði, þar sem fram fara ræðuhöld,
söngur og einhverjar íþróttir o. s. frv. Álfaskeiðssam-
koman er altaf vel sótt. Þar eru oft ágætir ræðumenn.
T. d. Magnús Helgason skólastjóri, Guðm. Finnaboga-
son prófessor o. fl. Söngur er þar góður, því að Hreppa-
menn eru söngmenn góðir. U. M. F. Biskupstungna tíélt
útisamkomu við Geysi í sumar, sem var mjög vel sótt.
Sama félag fékk leyfi til þess að selja happdrættismiða
til ágóða fyrir hússjóð sinn. Það bygði í hitteðfyrra