Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1929, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.01.1929, Blaðsíða 2
2 SKINFAXI að læra og temja sér að vera trú. Þeim eru snemma fengin ýms smástörf að annast og ekki er altaf jrfir þeim vakað, með eftirliti, sem rétt er; þá fær valfrelsi litlu sálarinnar fljótt að beita sér og tlæma um hvort heldur beri að fylgja leik- og ærslalönguninni eða skyldu- tilfinningunni gagnvart starfinu sem fyrir lá. Við getum líklega tæplega gert okkur grein fyrir því, hve mikilsvert það er fyrir velferð barnsins sjálfs, ef það temur sér snemma að leggja hömiur á langanir sinar og bera virð- ingu fyrir vilja og tilætlun foreldra sinna og annara yfir- boðara. Við gerum okkur liklega heldur ekki ljóst hve mikilsvert það er, að hinn ráðandi vilji sé hugunistór, heill og sannur; og því fer oftast sem fer, að alvöru- leysi og kviklyndi þeirra eldri verður til þess að ríra virðingu barnanna fyrir boðum og banni og leiðir þau með þvi til ótrúmensku. — Eg er sannfærður um að lærdómsleiðin í þessu efni er: að barnið trúi takmarka- laust á foreldrana, því það hyggur guðs hug hjáföður, en hjarta guðs hjá móður sinni, en svo þegar það þroskasl og hugurinn fer að leita út fyrir litla heimilis- hringinn, þá færist traustið yfir á annan föður. Og það barn, sein í foreldrahúsum hefir unnið skyldustörfin sín af því hvað það er sæluríkt að vera trúr, fyrir það hvað það er unaðsríkt að sjá viðurkenninguna skina út úr ástríkum föður- og móðuraugum, það er á góðri leið. Vera svo veitt þráða og réttmæta leikleyfið, og henda sér svo í leikinn eins og lömb þegar þau fara f fjörugan feluleik við smala, djúpt inn til dala, djúpt inn til laufgrænudala. Fyrsta sigurvinningin í þessu mikiisverða máli er því í heimilunum og er fólginn i þvi að börnin finni, lifi inn i sig trúmenskugildið og gleðina, sem þvi fylg- ir. — Þetta eru þau helgustu fræði, sem við getum lært, þvi þau koma eins og lífsnæringiu til jarðarinnar og verða hluti úr henni. Alfaðirinn byrjar snemma að tala við börnin sín, hann gerir það þegar á barnsaldrinum í foreldrahúsunum,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.