Skinfaxi - 01.01.1929, Side 14
14
SKINFAXI
mjög myndarlegt samkomuhús, með þeiui allra uiyndar-
iegustu sem til eru i sveit. Annars var þess getið I „Skin-
íaxa“ i fyrra. Tungnafélagið er öflugt og myndarlegt.
t>eir eiga marga ágæta félaga, enda er samkomuhús
bygging þessi mikið starf. — Garðyrkju- og matreiðslu-
kona ferðaðist hér í sumar um héraöið og leiðbeindi mönn-
um. Seinnipart sumars hélt hún námsskeið á ýmsum
stöðum, til þess að kenna að matreiða kál o. fl. Var
mjög vel af þeim iátið. Eitt þeirra var hér á Eyrarbakka,
nem. 15. Eg get borið um það, að þar var kent margt
nýtt og nytsamlegt. bessa starfsemi styrkir héraðssam-
bandið okkar að nokkru leyti.
Af einstökum fjelagsmönnum er Sigurður Greips-
son langfremstur að dugnaði. Hann er búinn að
velta þungu hlassi á þessu ári, þar sem stofn-
un og bygging fþróttaskólans í Haukadal er, enda er
maðurinn hugaður vel, og drengur hinn besti. Við ung-
mennafélagar hér væntum mikils góðs af starfi Sigurðar.
Ungmennafél. Eyrarbakka hefir starfað likt í ár og und-
anfarið, starfrækt samkomuhúsið, sent mann I Þingvalla-
vinnu, bætt við bókasafnið o. fl. Tvent nýtt höfum við
gert I ár: Ræktað ca. 500 □ m. kálgarð, sem við skift-
um í ca. 20 □ m. reiti, og létum svo nokkra félags-
menn fá þessa smáreiti til meðferðar, — og haldið tré-
skurðarnámsskeið núna í nóvember. — Námsskeiðið
stóð yfir í 14 daga. Kennarar voru þeir Marteinn Guö-
mundsson, lærisveinn Rlkharðar Jónssonar, fyrstu 9
dagana, og svo Rikharður það sem eftir var. Nemendur
voru 15, þar af 5 utan Eyrarbakka. Voru það menn á
ýinsutn aldri, alt frá 12 ára strákum upp að fimtugum
frúm. Unnu menn þar af áhuga mikium, með ágætri til-
sögn. Siðustu dagana var samkoma haldin til ágóða
fyrir námsskeiðið. Voru þar sýndir smiðisgripirnir. Rlk-
harður talaði þar um heimilisiðnaðinn islenska og þýö-
ingu hans fyrir islenska þjóð o. fl. — Þar var lika
staddur Sigvaldi Indriðason kvæðamaður, og skemtu
þeir Ríkharður með kveðskap, tvísöng og gamanvisum.