Skinfaxi - 01.12.1929, Page 10
122
SKINFAXl
lega, er það, að hún er oftlega verkfœri hjegómans.
Og það er hjegómanum fengur, sein jafnan þarf að hafa
nokkuð nýtt til þess að ganga í augu fólksins og eyru,
— að skapa sem skemmilegasta tísku. Af þessu leiðir,
að mesti urmull berst að, eða sprettur upp, sem katlast
„móður" eða tíska, er fjöldinn allur af skannnsýnu fólki
hleypur eftir og grípur fegins hendi! í þessum gönu-
hlaupum ætla menn svo að þeir höndli dýrmæti nokkur,
þar sem f raun og veru er tái eitt. Og verður þetta
þá til að spilla og útrýma mörgu þjóðlegu og þjóö-
holiu úr högum manna og lifnaðarháttum. Og þó sumt
af sllku tagi sýnist að vísu smávægilegt — og næsta
meinlftið í sjálfu sjer, þá iniðar það allt að sama skemd-
armarkinu. Og allir þesskonar smáfjandar i hersveitum
hjegómans fá ótrúlega miklu vondu ti! vegar kotnið.
Öll slik tildur-tíska, er hjegóminn stjórnar, gerir
þannig óaflátanlegar árásir á alla þjóðsiðu og þjóð-
rækna háttu: á allt það setn þjóðlegt er, — og verður
þjóðmenningunni oftlega átumein.
Þessi ófögnuður fær og nokkurn kraft við þá kenn-
ingu, er sumir menn halda fram, að „heimsmenningin"
sje rnikiu meira verð, dýrðlegri og eftirsóknarverðari en
öll þjóðmenning. Allri þjóðrækni cigi þess vegna að
útrýma og uppræta alla ættjarðarást!*) — Þessi kenn-
ing gæti haft örlítinn rjett á sjer, sem hugsjón einhverra
herjötna (mjer liggur við að segja herskálka) en öllu
frjálsu eðli þjóðflokka og landslýðu er hún ósegjanlega
andstæð, og þó að sömu mpnn færi til sfns máls að
þjóðrækni og ættjarðarást sje misnotuð í stríði, eða leiði
til þess, þá er sú skoðun einnig staðlaus. Það er ekki
þjóðrækninnar nje ættjarðarástar sök, þótt menn kunni
aö misnota hana. Flestar góðar gáfur mannanna, ef ekki
allar, má misnota. — Það felst heldur engin sönn ætt-
jarðarást í þvf að drepn útlendan mann, nje að fara
*) Maðui einn lærður og all-kunnur, hefir nýlega á fjölrnennum
fundi farið hinurn allra óvirðuiegustu orðum um ættjarðarártina.