Skinfaxi - 01.11.1930, Blaðsíða 5
SKINFAXI
165
anir um starfsemi félagaima. Þá eiga menn að fræð-
asl á fundunum, hverir af öðrum, einkum um þjóð-
leg efni, og fá þar til bragðbætis bolla skemmtun
og göfgandi. Verða þá fundirnir andleg nautn og
næring félagsmönnum. Enn verða fundir U. M. F.
að vera verkleg æfing fyrir félagsmenn, í því að
mynda sér rökstuddar skoðanir á málum, koma þeim
skoðunum í skipulegan orðabúning og flytja öðrum
þær skilmerkilega og djarflega. Er slikt nauðsvnleg-
ur undirbúningur þess, að gerast starfbæfur þegn
þjóðfélagsins. —
Hver félagsmaður verður jafnan að sækja j)rennt
á fundi l'élags síns: Brýningu, fræðslu og skemmt-
un. Þetta verður að bafa hugfast, þegar fundir eru
undirbúnir. Jafnan verður að vera um það séð, að
næg verkefni liggi fyrir bverjum fundi.
Hvert félag fær nokkurn bluta fundarefna sinna
svo að segja af sjálfu sér, þar sem eru umræður um
framkvæmdir félagsins. Jafnan verður þó nokkru við
að bæta, og því meiru, sem fundir eru oftar: um-
ræðumálum,fræðsluefnum og skemmtiatriðum. Aldrei
þarf jafn-víðfeðm félög sem U. M. F. að skorta bugð-
næm fundarefni og kjarngóð.
U. M. F. bafa ýmsar aðferðir við að afla sér fund-
arefna. Skulu tvær nefndar, þær er eg veit bezt bafa
gefizt.
Kosin er, eða fremur skipuð, nefnd fyrir livern
fund, og sér bún um, að nóg sé á dagskrá þess fund-
ar. Verða þá nefndarmenn oftast að skifta á milli
sín, að liafa eitthvað fram að flytja. Getur það l)less-
ast vel, ef starfhæfir menn og samvizkusamir eiga
blut að máli. En el' nefndarmenn gleyma að búa
undir fundinn, gera það slælega eða varpa áhyggjum
bver á annan, þá verður fundurinn tómlegur, og get-
ur það spillt fundasókn og ábrifum, ef svo fer oft.
Betra mun vera, að gerð sé áætlun um fundaefni