Skinfaxi - 01.11.1930, Qupperneq 6
166
SKINFAXI
fyrir iieill eða (fremur) hálft starfstímabil í senn.
Stjórnin getur samið verkefnaskrá, eða þá sérstök
nefnd. Mun hið síðara betra. Við það dreifist starl'-
ið á fleiri og fást við það meiri tilbreytingar.
Verkefnanefnd verður að hafa vald til þess, að
skipa félagsmönnum, og verður að ganga ríkt eftir,
að iiver leysi af hendi það, sem honum er fyrir sett,
ef eldci hindra gild forföll. Af því leiðir, að gæta
verður þess vel, að skipa engum það verk,.sem hon-
um er ofvaxið. Eklci mega verkefni heldur vera of
létt. Verður hér að rata meðalhóf, en það er vandi.
Bezl mun, að láta nýbyrjendur byrja á að lesa upp;
næst kemur að segja sögu; þá að flytja erindi eða
reifa mál. Velja skal hverjum l'élaga viðfangsefni
eftir skapgerð hans og hugðarefnum, svo sem verða
má.
Verkefnanefnd hefur störf sín á þvi, að taka til,
hve margir fundir lialdnir skulu á tímabili því, er
hún semur skrá yfir. Þar næst ritar nefndin, eða
nefndarmenn leggja fram, skrá um viðfangsefni þau,
er menn vilja fá tekin fyrir. Má svo velja úr þeim
liæfilega mörg verkefni og finna heppilegan mann
til livers verks. Loks er verkefnum jafnað niður á
fundina.
Hæfilegt inun að gera ráð fyrir þremur dagskrár-
liðum á fund hvern: umræðumáli, fræðandi erindi
og skemmtiatriðum.
Flokka má umræðumál i tvennt: a. Dagskrármál
U. M. F., svo sem íþróttir, skógrækt, verndun móður-
málsins o. s. frv. 1). Mál, sem rædd, eru lil gamans og
þess gagns, að æfa rökhugsun, talandi og framsetn-
ingu í ræðuformi, t. d.: Hvaða árstíð er skemmtileg-
ust? Hvor var merkari, Bergþóra eða Hallgerður? o. s.
frv. Gott er, að taka umræðumál af báðum flokkum,
og má þó siður vanta hin fyrtöldu. Mál af seinna
flokki reynast þó ef til vill betur til þess, að draga