Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1930, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.11.1930, Blaðsíða 8
168 SKINFAXI lægt áramótum. Hið síðara er heppilegra vegna þess, að skýrslur til U. M. F. I. eru miðaðar við almanaks- ár. Er hægra og vafningaminna fyrir einstök félög, að miða reikningsár sitt og skýrslugerð þá, er fylgir aðalfundi og stjórnarskiftum, við sama tíma. Ættu aðalfundir allra U. M. F. að vera um sama leyti, t. d. í öndverðum janúar. U. M. F. ættu að tíðka útifundi vor og sumar, þegar tíðarfar og ástæður leyfa. Skulu þeir haldnir á fögr- um stað og friðsælum, þar sem menn geta setið i hvirfingu. Fyrir útifundi skal velja umræðuefni, er lirifa menn og ná til hjartans — gagn og sóma ættjarðar- innar, ræktun lýðs og lands o. s. frv. — en eigi er lieppilegt, að ræður séu langar. Þá skal og nota söng örlátlega. Leiki og vikivaka má nota til hvildar og tilbreytingar, en dans á ekki við slíka fundi. Á fögrum stöðum og helgum eiga menn að fá næði nokkurt til hljóðlátrar atiiugunar og tilbeiðslu nátt- úrunnar. — Kvöldvökurnar með vinnu, raddlestri og rímna- kveðskap voru skóli feðra vorra og mæðra um marg- ar kynslóðir. Þær eiga sér ítök i hugum vorum og lijörtum, þeirra, er nú lifum. Þess vegna ættu U. M. F. að liafa kvöldvökur við og við. Félagar koma saman með verkefni sín og sitja með veggjum, allt í kring i húsinu. Stúlkur sauma, prjóna, spinna, bæta, stagla o. s. frv. Piltar tvinna á snældur, tálga, skera út, flétta reipi, ríða net o. þh. Allir verða að hafa verk. Einn situr i miðjum sal og les eða kveð- ur fyrir alla. Rétt er, að góðir lesarar og kvæðamenn skiftist á um það. Lesa skal islenzk efni; ekki þýddar sögur og sízt rusl. Gefa ætti kaffi á miðri vöku. Verður því bezt fyr- ir komið og ódýrast á þann liátt, að hver komi með brauð, sykur, mjólk, kaffimél og bolla heiman frá

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.