Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1930, Side 13

Skinfaxi - 01.11.1930, Side 13
SKINFAXI 173 Noregsför ungmennafélaga. Eftir Guðbjörn Guðmundsson. II. Hátíðardaginn, 29. júli, ern Niðaróssbúar árla á ferli, til að komast nægilega snemma til Stiklastaðar, á þessa minningarmerku liátíð, haldna á sama stað og Ólafur lielgi fétl þennan dag fyrir 900 árum. Kl. () koma iim borð að sækja okkur Jan Hauger, formað- ur Niðarós ungdomslag, Martin Asphaug, kennari, sem liér var 1924 og þriðji maður úr stjórn félagsins. Fóru þeir með okkur á Bondeheimen, — en svo nefn- ast flest veitinga- og gistihús, sem ungmennafélög í Noregi reka. Yar þar snæddur árbítur í skyndi og síðan litazt um í nágrenninu örskannna stund, en kl. 8,34 áttuin við fara í járnbrautarlest til Verdal og síðan á bil til Stiklastaðar. Fór fyrsta lestin kl. 6,10 um morguninn og 10. lestin kl. 11,05, en venju- lega fara lestir þessa leið tvisvar á dag, kvölds og morgna. Auk þessarra 10 lesta var svo óslitinn straum- ur af bifreiðum eftir veginum, enda var um liádegi búið að flytja um 30 þúsundir manna frá Niðarósi til Stiklastaðar, og er sú vegalengd þó um 100 kíló- metrar. Ilauger fór með okkur til Sliklastaðar, leið- beindi okkur og sá vel fyrir öllum okkar þörfum, og var það allt fyrirfram undirbúið. í Þrændalögum er meira láglendi en á Vesturlandinu og nutum við því lietur útsýnis en áður. Eru hér margir sögulegir stað- ir, vel þekktir úr okkar sögum. Rétt austan við Niðar- ós eru Hlaðir, þar sem í heiðni voru haldin aðalblót Útþrændalaga og þar sem Iiákon jarl fórnaði syni sínum, sem talið er síðasta mannblót í Noregi. Á Hlöðum er nú snotur kirkja, er blasir við bænum.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.