Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1930, Side 16

Skinfaxi - 01.11.1930, Side 16
176 SKINFAXI hófst liátíðarguðsþjónusta í Stiklastaðarkirkju. Er það frekar lítil kirkja, byggð á þeim stað, er Ólafur konungur féll. Var hún til forna öll pi*ýdd rósamál- un af mikilli list, en á niðurlægingartíma Norðmanna var hvítkalkað yfir allt skrautið. Sem betur fór var það þó svo illa gert, að það grisjaði í rósirnar og myndirnar gegnum kalkið og var því liægt að endur- skreyta kirkjuna svo sem liún áður var. Eru á veggj- um hennar ýmsar merkilegar myndir úr sögu Ólafs konungs og úr bihliunni. Kl. 1 var stutt helgiathöfn í kirkjunni, að viðstöddum opinberum hátíðargest- um, konungsfjölskyldu og öðru stórmenni Noregs, er síðan gengu i skrúðgöngu á hæð þá, er Ólafsstvtt- an stendur á, en á þeirri liæð er talið, að Ólafur kon- ungur hafi fylkt liði sínu, áður hann lagði til sinnar hinnstu orrustu. Þar liófst hin almenna hátíðarguðs- þjónusta og talaði þar Hálogalandsbiskup. Eftir guðsþjóuustuna var svonefnt hátíðarmót og hélt konungurinn þar snjalla ræðu, en á eftir var kirkju- legt erindi og fleiri ræður. Til aðstoðar og skemmt- unar var hljóðfærasveit og 1000 manna söngflokkur, en við guðsþjónustuna sungu allir og mættu Islend- ingar læra af Norðmönnum, að taka þátt í almenn- um söng á samkomum úti við, þvi að slikt geugur jafnan illa liér. Ef bera á saman hátíð þessa og Al- þingishátíðina, verður ekki annað sagt, en að okkar hátið var stórum mun glæsilegri. Að vísu er á það að lita, að þessi liátíð var eingöngu kirkjuleg liátíð og því annars eðlis en okkar, en heildaráhrifin voru líka önnur. Yfir þessari liátið var þungur blær og mér fannst liugir fólksins ekki eins sameinaðir og i hátíðarhrifningu, og auðfundið var liér. Yera má, að við sem útlendingar yrðum þessarar hrifni síður varir en Norðmenn sjálfir, en þó viðurkenndu þeir Norðmenn þarna, er hér voru einnig, að okkar há- tíð hefði liorið mjög af; liefir umhverfið ekki átt

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.