Skinfaxi - 01.11.1930, Blaðsíða 22
182
SKINFAXI
anna, var hætt að neyða Islendinga til að notast við
farkosti, er gripum einum myndi boðlegir þykja í
öðrum menntalöndum, er þeir þurftu að ferðast milli
liafna. Sameinaða gufuskipafélagið danska þóttist
híða tjón á Islandsferðum og heimtaði landssjóðs-
styrk til þeirra, meðan íslendingar voru upjj á það
komnir um farkosti. En því þótti borga sig að senda
hingað ný skip og góð, þegar við íslenzk skip var
að keppa.
Langt er frá þvi, að alþjóð manna hafi gert sér
ljóst, live afarmikla þýðingu það hefir fyrir viðreisn
íslands og sjálfstæði, að vér séum sjálfum oss nógir
um siglingar. /Roskna kynslóðin í landinu er svo
vön því, að nota erlend skip til ferða og flutninga,
að hún sér ekkert við það að athuga. Aldönsk skip
fara tvisvar í mánuði milli Reykjavíkur og Akureyr-
ar, fram og aftur, með viðkomu á aðalhöfnum. Þeg-
ar Esja hóf ferðir sömu leið s.l. vor, átaldi blað
eitt það með þeim forsendum, að slíkt væri lireinn
óþarfi, því að dönsku skipin önnuðust þessar ferðir!
Slíkur er ennþá metnaður sumra íslendinga, að þeir
telja rétt og gott, að erlend þjóð liirði ágóða af því,
að flytja íslendinga meðfram ströndum íslands. Stöku
menn lialda jafnvel, að það sé fínt, að ferðast á
dönskum fleytum og tala afbakaða dönsku við hort-
uga þjóna. Og ekki hafa þau „Dronning Alexandrine“
og „Island“ hið danska farið tóm milli hafna, þó
að Esja okkar liafi verið á ferð í sama mund, og
eigi fullskipuð. Ættu þó allir að geta séð, að slíkt
er naumast skammlaust.
Svo má illu venjast, að gott þyki. Má það afsök-
un vera þeim rosknu mönnum, sem eigi hirða um
það, hvort þeir nota íslenzk skip eða erlend, er þeir
þurfa að fara eitthvað eða flytja. En æskan er eigi
bundin vanaböndum. Og hún er lieit, réttsýn og ör
til framkvæmda. Hér á hún verk fyrir höndum. Hún