Skinfaxi - 01.11.1930, Blaðsíða 25
SKINFAXI
185
Félagsmál.
Hindindi.
Skuldbinding U. M. F. í. hefst á heiti uni algerða afneitun
áfengra drykkja. Er þar með slegið föstu, að áfengi og hug-
sjónir U. M. F. geti enga samleið átt.
Hlutverk U. M. F. er, að hjálpa til að gera æskumenn að
sem mestum mönnum, beztum íslendingum, nýtustum borgur-
um, og land vort betra og byggilegra. Drengskapur, vitsmun-
ir, viljaþrek og líkamsorka eru þeir kostir manna, sem mest
riður á, að njóti allra tækifæra að þroskast og aukast. Allt
það, sem rýrir þessa mannkosti, eða hindrar þá i að njóta
sin, er vargur í véum og háskalegur óvinur U. M. 1". og heil-
brigðrar æsku. Áfengi sljóvgar dómgreind manna, svo að þeim
verður óljóst, hvað drengilegt er og hvað ekki. Það firrir
menn vitsmunum að meira leyti eða minna, meðan áhrifa
þess gætir. Það deyfir viljaþrek manna, svo að þá skorlir
mótstöðuafl gegn freistingum, og þeir láta nauðsynjaverk
óunnin. Loks skerðir áfengi líkamsþrek manna og spillir heilsu
þeirra, ef til lengdar er neytt. Ennfremur bakar það þjóð-
inni gifurlegt fjárhagstjón, hæði beint, þar sem er andvirði
áfengis, og óbeint, þar sem eru skemmdir þær og axarsköft,
sem af ölvuu stafa. Væri öllu því fé betur varið til þjóðbóta
og landbóta, en til þess vantar jafnan fé, sein kunnugt er.
U. M. F. verða að fræða menn um skaðsemi áfengis fyrir
einstaklinga og þjóðarheild, og gera félagsmönnum það ljóst
og efalaust, að áfengisnautn og hugsjónir U. M. F. stefna sitt
i hvora átt. Þetta má gera með fyrirlestrum og umræðum, og
sanna má það með dæmum úr dáglegu lifi. Þá verða stjórn-
ir félaga og dómnefndir að gæta þess stranglega, að bind-
indisheit sé ekki brolið, og' krefja fullra yfirbóta, ef brotið
er. Taka verður á brotum með festu og einbeitni, en þó með
fullri vinsemd. Fara verður með þann, er brotlegur gerist,
sem vin, er orðið hefir fyrir óhappi, en eigi sem afbrota-
mann né andstæðing. Skulu öll slík mál vera í höndum fá-
mennrar dómnefndar, en ekki félagsheildar. Heppilegast mun,
að útkljá brotamál með virðulegum áminningum og endur-
nýjun heita. En ef brotlegir félagar vilja ekki eða treystast
ekki að hverfa frá villu síns vegar, verða þeir að víkja úr
félaginu. Annað tjáir ekki fordæmis vegna og heiðurs félag-
anna. Riður U. M. F. mjög á, að hreinsa skjöld sinn i þessu