Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1966, Page 4

Skinfaxi - 01.09.1966, Page 4
fyrir næsta sambandsþing tillögur sín- ar á grundvelli ábendinga þeirra, er hún nú hefur lagt fyrir fundinn. Lögð verði áherzla á, að ljúka i- þróttavallargerð sem fyrst. Verði þess gætt, að framkvæmdir í Þrastaskógi fari ekki í bága við hina miklu upp- bygingarþörf einstakra félaga og hér- aðssambanda." Miklar og fjörugar umræður urðu um þessa tillöguogkomuþarframýmis sjónarmið varðandi staðinn, uppbygg- ingu þar og önnur þau mál, sem UMFI væri nauðsynlegt að vinna að, s.s. upp- byggingu félagsstarfsins út um byggð- ir landsins. 13. landsmót UMFÍ Að sjálfsögðu var undirbúningur næsta landsmóts eitt af aðalmál- efnum fundarins, en sem kunnugt er verður það háð að Eiðum árið 1968, og sér Ungmenna- og íþróttasamband Austurland um undirbúning og fram kvæmd mótsins. Kristján Ingólfsson, formaður UIA, var framsögumaður landsmótsnefndar fundarins. Ræddi hann einnig um und- irbúninginn heima í héraði og um að- stöðu austfirzkra ungmennafélaga til landsmótshaldsins. Taldi hann vera mikinn og samstæðan áhuga forráða- manna og almennings um þetta mál, og yrðið allt gert til að gera landsmót- ið sem bezt úr garði. Einnig minntist Kristján á hugmynd um að efna til sýningar á alþýðulist í sambandi við landsmótið á Eiðum. Áður hefur verið greint frá tillögum sem samþykktar voru á fundinum, um 4 tilhögun íþróttakeppninnar á lands- mótinu. Gestir UMSS Guðjón Ingimundarson, form. Ung- mennasambands Skagafjarðar og vara- sambandsstjóri UMFI, tók á móti fund- arfulltrúum, sem margir voru komnir um langan veg. Fundurinn var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Sauðár- króks, en þess má geta, að Guðjón er forseti bæjarstjórnar staðarins. Hákon Torfason, bæjarstjóri á Sauðárkróki, sýndi UMFI þann sóma, að heimsækja fundinn. Þá bauð bæjarstjórnin fund- armönnum til hádegisverðar á Hótel Villa Nova, en UMSS sá fyrir kvöld- verði á Hótel Tindastóli. Tillögur sambandsráðs- fundar „15. sambandsráðsfundur samþykkir með tilliti til mjög aukins kostnaðar við útgáfu Skinfaxa, að ársgjald rits- ins hækki í kr. 90.00. Verði það miðað að 4 hefti komi út árlega. Ennfremur að rækilega verði endurskoðað útgáfu- og dreifingarfyrirkomulag blaðsins." „15. sambandsráðsfundur UMFl samþykir að næsta sambandsþing UMFÍ verði haldið á Þingvöllum eða nágrenni, fyrstu helgi í september 1967 og verði að nokkru helgað 60 ára afmæli samtakanna." „15. sambandsráðsfundur UMFl fel- SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.