Skinfaxi - 01.09.1966, Síða 9
starfi hans við gróðurrannsóknir sé
varið.
— Síðan 1960 hefur verið unnið
samfellt að gróðurmælingum á afrétt-
arlöndum bæði fyrir kortagerðina og
til að kanna beitarþol afréttanna. Á
hverju sumri höfum við ferðazt um
öræfin, 6—10 manns, til að mæla og
skilgreina þann gróður sem fyrirfinnsí
þar. Grunnkortin eru gerð eftir loft-
myndum, og gróðurinn og tegundir
hans síðan merktur inn á það. Þetta
eru því skýr og áreiðanleg kort. Út
frá þeim er auðveldlega hægt að
reikna flatarmál gróðurlendisins, og á
þeim má auðveldlega sjá hverskonar
gróður er á hverjum stað, og einnig
gerð gróðurlausa svæðanna.
Þegar þannig hefur verið rannsak-
að, hversu mikill gróður er á öræfun-
um og hvers eðlis hann er, er hægt
að reikna út beitarþolið. Vitað er
hversu margar fóðureiningar hver
gróðurlendistegund gefur af sér miðað
við flatareiningu, og þar sem fóður-
þörf sauðfjárins er einnig kunn, má
reikna út hversu marga beitardaga
hver afréttur þolir.
Kominn er góður skriður á gerð
gróðurkortanna, og er áformað að 10
kort í mælikvarðanum 1:40000 komi
út árlega framvegis. Það er von okkar,
að a.m.k. allir bændur eignist þessi
kort, því þau hafa augljóst hagnýtt
gildi fyrir þá, og til allra þeirra, er
unna landi sínu, eiga þau brýnt er-
indi.
— Hefur of mörgu fé verið beitt á
af réttina ?
— Vafalaust mjög víða. Það liggur
í augum uppi, að ofbeit þýðir lélegri
afurðir af fénu, og á þessu hafa bænd-
ur hvarvetna fullan skilning nú orðið.
Það er líka fyrst og fremst þeirra hags-
munamál, að úr þessu verði bætt. Það
þarf að létta af afréttunum allmik-
Séð yfir annað svæði,
sem er að verða
uppblástrinum að bráð
á afrétti Biskups-
tungnamanna.
Börðin eru opin fyrir
ágangi veðra og vinda.
í baksýn er Búrfell.
SKINFAXI