Skinfaxi - 01.09.1966, Side 11
’.Melgrasskúfurinn harði.“
Melgrasið er merkileg iurt, og hefur unnið
stór svæði fyrir gróðurríki íslands.
skjóli kjarrskógarins þreifst grósku-
tnikill jurtagróður, og þótt gróður
kyrfi ekki alls staðar eftir að skóginum
var eytt, breyttist hann í kyrkings-
^egri og nytjaminni gróður. Eldgos
eftir landnám hafa einnig eytt skóg-
1JiUm og öðrum gróðri. Undir ösku-
^ögum frá því um árið 1000 finnast
skógarleifar t.d. mór, sem er ekkert
annað en skógarleifar frá landnáms-
öld.
Nú er sáralítið eftir af hinum gamla
skógi, eins og kunnugt er, en á stöku
stað hefur hann haldið velli meira að
Segja á hálendi. Sá skógargróður, sem
vex í mestri hæð yfir sjó, er í
Karlsdrætti við Langjökul og í Gljúf-
skinfaxi
urleit á Gnúpverjaafrétti, hvor-
tveggja í um 500 m. hæð.
Á landnámsöld voru um 30% af
gróðurlendinu þ.e. 20—25 þús. km2,
vaxið skógi og kjarrskógi. f dag er
flatarmál skóganna aðeins 1 þús. km2.
Uppblásturinn er aðallega á mó-
bergssvæðinu, þ.e. á Suðurlandi og á
hálendinu þar uppaf. Hinn þurrlendi
jarðvegur á þessum slóðum hefur lít-
ið mótstöðuafl gegn vindum og öðr-
um ágangi. Hann er laus í sér, léttur,
grófgerður og leirlaus. Þess vegna
verður hann eyðingaröflunum auð-
veld bráð, ef ekkert er gert til að
vernda hann.
— Hvað er helzt hægt að gera,
auk þess að minnka beitina, til að
vernda gróðurlandið og stöðva eyðing-
una?
— Til þess að hefta sandfok, sem
sverfur jarðargróðurinn, gefst vel að
slá upp lágum skjólgörðum úr timbri
þvert á vindáttina. Við það myndast
smáhæðir, sem síðan er sáð í melfræi.
Sums staðar verður að fella rofabörð,
sem vindurinn á of greiðan aðgang að.
Þar sem uppblástur er mikill, eða
þar sem sandgræðsla fer fram, verður
að girða landið, því að sauðkindin
sækir í nýgræðinginn. Þannig hafa
verið afgirtir um 100 þús, hektarar
lands til þessa á vegum Sandgræðslu
fslands.
Ég er ekki í neinum vafa um, að allir
landsmenn vilja að eyðingin verði
stöðvuð, og að þróuninni verði snúið
við, þannig að ísland taki að stækka
sem nytjaland, en haldi ekki áfram að
minnka. En hversu margir eru reiðu-
búnir að leggja fram raunhæfan skerf
í þessu starfi? Það sem Landgræðsl-
11