Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1966, Síða 15

Skinfaxi - 01.09.1966, Síða 15
Hefir sjóðurinn ekki fengið það fjár- magn sem ráð er fyrir gert í lögum. Hefur þetta ástand farið versnandi hin síðari ár og hefur kennslustyrkurinn farið allt niður í 37,3% af lögboðnu framlagi. Er nú svo komið að tiltölu- lega lítil stoð er að íþróttakennslu- styrknum miðað við mjög vaxandi kostnað og kröfur um aukið íþrótta- starf og íþróttakennslu. Stjórn TJMFI vinnur nú að því í samráði við stjórn ÍSÍ að fá íþróttasjóð efldan að mikl- um mun. Er þess að vænta að sú við- leitni beri þann árangur að unnt verði að ganga að fullu til móts við þær kröfur sem gera verður til íþrótta- kennslunnar í landinu. Stöðugur vöxt- ur hefir verið í íþróttastarfinu innan UMFl. Ber þar mest á skiptiheim- sóknum héraðsambanda og félaga þar sem fjölbreyttar íþróttakeppnir fara fram. Þá eru héraðsmótin, sem öll héraðsamböndin efna til árlega í hin- um ýmsu íþróttagreinum, í stöðugum vexti auk þess sem þátttaka hérað- sambandanna í íþróttamótum utan vébanda UMFl hefur aukist að miklum mun. Leikstarfsemi Leikstarfsemi er í stöðugum vexti inn- an ungmennafélaganna. Með tilkomu hinna mörgu glæsilegu félagsheimila um landið allt hefir aðstaða til leik- starfsins batnað verulega og hafa ung- mennafélögin óspart notað sér hinar breyttu aðstæður. Lögin um fjárhags- legan stuðning við leiksetarfsemi á- hugamanna er út var gefin 15. marz 1965 eru tímabær liðsauki er leikstarfi ungmennafélaganna hefur nú borizt. Er þegar farið að gæta áhrifa þessara ágætu lagasetningar á leiklistarlíf landsmanna. Sem sagt: Aðstaða öll til leikstarfs hefir batnað að miklum mun og leikflokkar ungmennafélaganna eru farnir að ferðast um landið. Lögin um fjárhagslegan styrk við leikstarfsemi áhugamanna voru birt í heild í 3. hefti Skinfaxa 1966. Fjármál Skortur á nægilegu fjármagni má segja að sé orðin allri starfsemi UMFl fjötur um fót. Er það eitt af höfuð- viðfangsefnum næstu mánaða að láta þar til skarar skríða og leysa úr fjár- skorti sambandsins. Er þess að vænta að fjárveitingavald ríkisins veiti UM Fl einhvern fastan tekjustofn í svip- uðu formi og veitt var ISl á sínum tima. Stjórn UMFÍ lagði á sl. hausti í samráði við stjórn ISl fram beiðni til fjármálaráðuneytisins um eflingu íþróttasjóðs og um leið nokkurn fast- an tekjustofn til handa starfsemi UM Fl. Fjármálaráðuneytið gat því miður ekki orðið við þessari beiðni þá, en mun taka málið upp aftur með stjórn- um UMFl og ISl er fjárlög verða af- greidd fyrir árið 1967. Bindindi og æskulýðsstarf Ungmennafélögin vinna sem fyrr að bindindisemi og bættu skemmtanalífi innan sinna vébanda. Ber þar hæst sá árangur sem náðst hefir hjá þeim hér- aðsamböndum og félögum sem stofn- að hafa til unglingadansleikja og al- mennra skemmtana þar sem neyzla áfengis hefir verið algjörlega bönnuð. SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.