Skinfaxi - 01.09.1966, Blaðsíða 18
staðan í sumarbúðunum voru íþróttir. Kennsla
fór fram í handknattleik, sundi, knattspyrnu,
frjálsum íþróttum, smávegis í glímu og ýms-
um leikjum. A hverju kvöldi voru kvöld-
vökur, sem þátttakendur undirbjuggu og sáu
um að mestu leyti sjálfir. Aherzla var lögð
á prúðmennsku og góða umgengni. Þá var
hjálp í viðlögum kynnt, umferðafræðsla veitt,
komið á helgistundum og flutt erindi um
skaðsemi tóbaks og áfengis.
UMSE hefir staðið fyrir eftirtöldum mót-
um á árinu: Skíðamóti, sundmóti, bridgemóti,
6 frjálsíþróttamótum, þ.á.m. Norðurlandsmóti,
handknattleiksmótti kvonna, knattspyrnu-
móti, hraðkeppni í knattspyrnu, skákmóti.
í heild hefir verið ágæt þátttaka í þessum
mótum. f desember verða hraðskákmót og
innanhússmót í frj. íþróttum.
Sambandið hefir sent keppendur á mörg
mót utan héraðs, aðallega í frjálsum íþrótt-
um og knattspyrnu.
Á undanförnum árum hefir UMSE beitt
sér í æ ríkara mæli fyrir bættu skemmtana-
lífi ungs fólks. Á árinu hafa verið haldnir
nokkrir æskulýðsdansleikir, vel sóttir, þar
sem eftirlit hefir verið haft með, að áfengi
væri útilokað, og hefir tekist vonum betur
að ná þvf marki. Sú þróun er gleðileg, að
samkomur þær sem UMSE stendur fyrir fara
jafnan fram með menningarbrag. Sambandið
stóð fyrir fjölmennu bindindismóti í Vagla-
skógi s.l. sumar í samvinnu við nokkur fé-
lagasamtök á Akureyri, Þingeyjarsýslu og
Eyjafirði. Þetta var þriðja árið í röð sem
efnt var til Bindindismóts í Vaglaskógi og
fór það prýðalega fram, sem hin fyrri.
í desember er ákveðin bindindisfræðsla í
barna- og unglingaskólum héraðsins.
Fyrir nokkrum árum hóf Jóhannes Óli
Sæmundsson fyrrverandi námsstjóri á Akur-
eyri söfnun örnefna í Eyjafjarðarsýslu. Síð-
ar varð að samkomulagi að UMSE tæki á
sig fjárhagslega ábyrgð viðvíkjandi skráningu
örnefnanna og frumútgáfu beirra. Standa
málin nú þannig, að þessi frumútgáfa, sem er
10 eintök, er nær fullfrágengin. Hvort lagt
verður í stærri útgáfu að sinni er ekki ráðið,
en segja má að farsællega hafi tekist að
forða örnefnum Eyjafjarðarsýslu frá glötun.
Stjórn Ungmennasambands Eyjafjarðar
skipa nú: Sveinn Jónsson form., Haukur
Steindórsson, Birgir Marninósson, Bolli Gúst-
avsson og Eggert Jónsson. Framkvæmdastj.
er Þóroddur Jóhannsson.
Sumarbúðir HSK
S.l. sumar starfrækti Héraðssambandið
Skarphéðinn sumarbúðir um hálfsmánaðar-
tíma að Laugarvatni.
Námskeðin voru tvö, fyrir drengi frá 20.
júní til 26. júní, og fyrir stúlkur frá 27. júní
til 3. júlí.
Aldur þátttakenda var frá 8 til 14 ára, og
þátttakendafjöldi tæpir 60 unglingar, 27
drengir og 3 stúlkur.
Forstöðumaður sumarbúðanna var Þórir
Þórir Þorgeirsson íþróttak. á Laugarvatni, en
aðalleiðbeinendur Kristín Guðmundsdóttir í-
þróttakennari, Guðmundur Guðmundsson
formaður Umf. Samhygðar, og Eiríkur Ein-
arsson frá Umf. Gnúpverja.
HSK naut ómetanlegs stuðnings og vel-
vilja allra heimamanna á Laugarvatni við
þessa starfsemi. Sumarbúðirnar fengu til um-
ráða öll húsakynni barnaskólans á staðnum,
á efri hæð var svefnpláss þátttakenda, þar
var og komið fyrir leiktækjum til tómstunda-
gamans, í samkomusal á efri hæð fóru fram
kvöldvökur með fjölbreyttu efni til skemmt-
unar og fróðleiks.
Forstöðukonur Húsmæðraskóla Suður-
lands, sáu þáttakendum sumarbúðanna fyrir
mat af sinni alkunnu rausn.
íþróttir og útivist voru að sjálfsögðu aðal
þátturinn í þessari starfsemi. Lögð var áherzla
á að kynna unglingunum sem flestar grein-
ar íþrótta, og fór kennsla öll fram í húsa-
kynnum, og íþróttamannvirkjum íþróttakenn-
araskóla fslands við hinar beztu aðstæður. í
lok námskeiðanna var efnt til íþróttakeppni
18
SKINFAXI