Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1966, Page 25

Skinfaxi - 01.09.1966, Page 25
halda honum föstum meðan hann gangi endanlega frá festingunni. Þegar diskameistarinn finnur að hjálparmaðurinn heldur diskinum t^yggilega uppi, klifrar hann niður á gólf og tekur stigann burt. Vesl- mgs aðstoðarmaðurinn á nú ekki margra kosta völ. Hann getur reynt að bíða í óþægilegri stöðu þangað til einhver leysir hann af hólmi, en það getur orðið töf á slíkri lausn. Hann getur reynt að kippa kústinum burtu og grípa diskinn, en slíkt mun óhjá- kvæmlega þýða kalf steypibað. Þriðja leiðin er að hlaupa til hliðar með kúst- inn og láta diskinn falla á gólfið með öilu saman. Hætt. er við að fórnar- lambið fáist ekki til starfans nema einu sinni. Baunaleikur Baunum, hnetum, spilapeningum eða myntum, 20—30 talsins, er komið fyr- lr á ýmsum stöðum í stofunni og að- eins eitt stykki á hverjum stað. Meðan leikstjóri er að koma þessu fyrir bíða hinir gestirnir í öðru herbergi. Þátt- takendum er skipt í tvo hópa og er foringi fyrir hvorum flokki. Hópunum er hleypt báðum inn í stofuna í einu, °g nú eiga allir að reyna að finna eins ooargar baunir, hnetur, myntir o.s.frv. °g þeir geta. Óbreyttir liðsmenn mega hó ekki taka baunirnar upp, heldur verða þeir að kveðja til flokksforingja smn um leið og þeir finna felustað. Aðeins flokksforingjarnir mega taka UPP feluhlutina og safna þeim saman. Ef tveir þátttakendur úr sitt hvor- Uln hópnum uppgötva felustað jafn- SKINFAXI snemma, verður að kalla til báða for- ingjana. Sá foringinn, sem fyrri verður á vettvang, hreppir baunina fyrir sinn flokk. Pétur og Páll Þetta er skemmtilegur stofu-eltinga- leikur. Þátttakendur eru tveir sjálf- boðaliðar, en aðrir gestir fá náðar- samlegast að horfa á. I miðri stofunni er staðsett sæmilega stórt borð (helzt með hringlaga plötu). Bundið er fyrir augun á þátttakendunum tveim. Báðir fá í hendur lítinn poka, sem í eru látn- ar tuskur (e.t.v. blautar), hefilspæn- ir eða eitthvað annað. Einnig má not- ast, við litla kodda. Með þetta að vopni hefja þeir nú eltingarleik og árásar- stríð kringum borðið. Þeim er skylt að styðja stöðugt vinstri hendi við borð- brúnina. Hvor fyrir sig reynir síðan að hæfa hinn með því að kasta í hann pokanum. Sá sem tapar, fær nýjan andstæðing. ,,Pétri“ er heimlit að læðast á tán- um og fara úr skónum, til þess að ,,Páll“ eigi erfiðara með að vita hvar hann er staðsettur við borðröndina hverju sinni. í framkvæmdinni verður þessi leikur ýmist æðisgenginn orra- 25

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.