Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 4
Með þessu blaði lýkur 60. árgangi Skin- faxa. Stækkun blaðsins og fjölbreyttara efni hefur verið mjög vel tekið af lesendum um allt land. Hvarvetna virðist vera vakandi áhugi fyrir blaðinu og eflingu þess. Nýir áskrifendalistar hafa borizt úr ýmsum lands- hlutum, en það er bezta uppörfunin fyrir blaðið og öruggasta tryggingin fyrir áfram- haldandi framförum þess. Orðið hefur að auka upplag blaðsins um 20% á þessu ári, og fyrirsjáanleg er mun meiri aukning á næsta ári. Áskrifendur hafa flestir greitt áskriftar- gjöld sín fljótt og vel, eftir að innheimtu- kröfur voru sendar út um leið og 3.—4. hefti þessa árs. Þeir, sem enn eiga eftir að gera skil fyrir árið 1969 eða fyrri ár, eru vin- samlegast beðnir að gera það nú þegar. Skrif- stofa UMFl annast innheimtuna, og er hún opin fyrst um sinn kl. 9—11 árdegis alla virka daga. STARF OG STEFNA heitir upplýsingabæklingur, sem stjórn UMFÍ gefur út um þessar mundir. Er þar að finna upplýsingar um helztu þættina í starfi ung- mennafélaganna. Bæklingurinn er ekki hvað sízt ætlaður til að kynna ungmennafélags- hreyfinguna út á við, enda ekki vanþörf á þvi, þar sem komið hefur í ljós, að jafnvel sumir blaðamenn dagblaðanna eru furðulega fávísir um ungmennafélögin og starf þeirra. Bæklingurinn er myndskreyttur og með lit- prentaðri kápu. MÓTASKRÁ Skrá yfir héraðsmót ungmennafélaganna í hinum ýmsu íþróttagreinum, svo og milli- héraðamót og önnur stærri mót, er nú í fjölritun, og verður send út upp úr áramót- um. Þar með er mótaskrám og afrekaskrám létt af Skinfaxa, og hyggst stjórn UMFÍ gefa út slíka skrá um hver áramót framvegis. ÁRSSKÝRSLUR Ný gerð af eyðublöðum fyrir ársskýrslur ung- mennafélaga hafa nú verið prentaðar og verða sendar aðilum UMFÍ nú í desembermánuði. 14. LANDSMÓT UMFÍ Það er eitt og hálft ár til landsmóts UMFÍ, sem haldið verður á Sauðárkróki sumarið 1971. Ungmennasamband Skagafjarðar sér um framkvæmd mótsins og um undirbúning, sem þegar er hafinn af fullum krafti. Til þessa hefur verið lögð aðaláherzla á gerð íþróttamannvirkja fyrir landsmótið. Grasvöll- ur hefur verið í byggingu sl. tvö sumur, og hefur verkið tafizt nokkuð vegna óhagstæðs tíðarfars, en mun samt verða lokið fyrir mótið. Góður malarvöllur er á Sauðárkróki og ágæt 25 metra sundlaug. Áhorfendasvæði við laugina rúma 300—400 manns, og verið er að fullgera nýja búningsklefa. Ungmenna- félagar um land allt hyggja gott til mótsins á Sauðárkróki, enda er vel að verki staðið á staðnum. Forkeppni í knattleikjum fyrir 14. lands- mótið hefst þegar á næsta ári og er búizt við mikilli þátttöku. Keppt verður í knatt- spyrnu, körfuknattleik karla og handknatt- leik kvenna, Formaður landsmótsnefndar 14. landsmóts- ins er Stefán Pedersen, Sauðárkróki, en aðrir í nefndinni eru Gísli Felixson, Magnús Sigur- jónsson, Stefán Guðmundsson, allir frá Sauð- árkróki, Sigfús Ólafsson, Hólum, Þóroddur Jóhannsson, Akureyri og Sigurður Guðmunds- son, Leirárskóla. Tveir þeirra síðasttöldu eru skipaðir af stjórn UMFÍ. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.