Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 17
Listaverk Ásmundar Sveinssonar Bókvitið í askana Hin myndarlegu félagsheimili, sem reist hafa verið víðs vegar um landið á undanförnum árum, verðskulda sannarlega að umhverfi þeirra sé prýtt með fallegum gróðri og lista- verkum. Hér er getið hins myndarlega fram- taks Ungmennafélags Biskupstungna, er það keypti listaverk eftir Ásmund Sveinsson og minntist 60 ára afmælis síns með því að staðsetja það við félagsheimilið Aratungu. Þegar fyrst komst til umræðu, á hvern hátt skyldi minnzt sextugsafmælis Ung- mennafélags Biskupstungna, kom fram tillaga þess efnis að í sambandi við af- mælið yrði reynt að minnast á varan- legan hátt þess hlutverks, sem Biskups- tungur hafa gegnt í íslenzkri menning- arsögu. Rakti tillögumaður nokkuð hvert það hlutverk var og benti jafn- framt á þann möguleika að kaupa lista- verk og reisa við Aratungu, félagsheim- ili Biskupstungnamanna. Hugmynd þessi fékk þegar mjög góðar undirtekt- ir, og á aðalfundi félagsins árið fyrir sextugsafmælið var kosin nefnd til undirbúnings afmælishátíðar. For- maður nefndar þeirrar var kosinn Hreinn Erlendsson, en hann hafði átt hugmyndina að listaverkskaupunum. Var hann sendur á stúfana að athuga frekar hvort sú hugmynd væri fram- kvæmanleg, og reyndist svo vera. Ræddi hann m. a. við Ásmund Sveins- son myndhöggvara og tók Ásmundur erindi Tungnamanna af sinni kunnu alúð og fékk þegar áhuga fyrir fram- gangi þessa verkefnis. Einkum komu til af kappi við melskurðinn til miðaftans. Þá var búið að fylla 14 tunnusekki af melfræi, sem fluttir voru að Gunnars- holti litlu síðar. Á heimleiðinni var komið á sögustaði í Rangárvallasýslu og gerði það ferðina að skemmtiferð að nokkru leyti. Á Bergþórshvoli sagði Sr. Sigurður Hauk- dal frá staðháttum við Njálsbrennu og uppgreftri þar og höfðu allir gaman af. Þessi fyrsta melskurðarferð H. S. K. var mjög vel heppnuð og skemmtileg og er vonandi að framhald verði á slík- um ferðum á vegum H. S. K. sem og öllu landgræðslustarfi ungmennafélag- anna um land allt. Vona ég að við ber- um gæfu til að geta grætt upp öll þau uppblásnu landssvæði sem eru um allt land, þannig að landið okkar verði allt grænt aftur eins og sagt er að það hafi verið þegar landnámsmenn komu hing- að. Ungmennafélögin hafa unnið mikið og gott starf til þess að það megi verða og óska ég þeim góðs gengis í því starfi. SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.