Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 21
Samtíð og íramtíð HALDIÐ VÖKUNNI, UNGMENNAFÉLAGAR Þegar ungmennafélögin voru stofnuð af mik- illi bjartsýni og miklum dugnaði var megin markmið þeirra túlkað með orðunum, „Rækt- un lýðs og lands“, en æðsta boðorðið, ef svo má að orði komast var, „Islandi allt“. Þá voru ungmennafélögin vettvangur mikill- ar þjóðmálabaráttu og mikillar vakningar meðal allra vormanna ísands. Þá spönnuðu þau yfir flestalla þætti í félagsmálastarfi ungs fólks. Nú hin seinni ár hefur starfsemi ung- mennafélaganna aðallega beinst að einum þætti, það er að íþróttunum. Ber eflaust margt til, félög ungs fólks um hin ýmsu áhugamál þess eru t. d. allmiklu fleiri nú en áður og einnig það að starfssvið ung- mennafélaga mótast að sjálfsögðu eftir áhuga- málum fólks á hverjum tíma. Nú er það ekki svo, að ég telji íþróttirnar á nokkurn hátt óverðugt verkefni fyrir ung- mennafélögin, síður en svo. Við þurfum ekki annað en að kynna okkur íþróttastarfsemina í dreifbýlinu, og minnast Landsmótanna til þess að sjá hversu ómetanlegt starf ung- mennafélögin hafa unnið fyrir íþróttaæsku íslands. Þó skulum við staldra hér við. Með orðunum, „Ræktun lýðs“ er ekki eingöngu átt við líkamsrækt, heldur miklu meira. Hugarkuldinn og spennan, sem stórborgar- líf og hraði atómaldar færir okkur, kallar vissulega á þjóðleg hugsjónafélög, og vanda- mál íslenzku þjóðarinnar í dag kalla vissu- lega á ungmennafélögin til starfa. Það er þörf á nýrri vakningu, þegar umræður manna á meðal eru farnar að snúast um landflótta, unglingavandamál, náttúruspjöll af manna- völdum, eða hvort selja eigi eða leigja er- lendu hervaldi hluta af íslandi. Þetta eru allt málefni, sem koma ungmennafélögunum við, og þetta eru einnig mál sem ungmenna- félögin eiga svör við. Þessi mál og ótal mörg önnur, kalla á breiðfylkingu ungra manna og kvenna, sóma íslands til vamar. Þá breið- fylkingu geta ungmennafélögin skapað. Menn hafa oft sagt við mig, þegar þessi mál ber á góma: „Þú veður villlu og reyk, ungmennafélögin skipta sér ekki lengur af þjóðmálum, þeirri baráttu er lokið, neistinn er kulnaður.“ Þessu vil ég svara hér. Neist- inn er ekki kulnaður, hann er ennþá til, það hefur árangursrikt og mannbætandi starf ungmennafélaganna um land allt sýnt okkur á undanförnum ámm. Þjóðmálabaráttu ung- mennafélaganna á ekki heldur að vera lokið, henni getur aldrei verið lokið hjá félagssam- tökum, sem völdu sér boðorðið, „íslandi allt“. Sig. Geirdal. SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.